Lífið

Björg­ólfur og Skúli í stuði í Fen­eyjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hjónin virðast aldrei hafa verið betri enda á einum fallegasta stað í heimi.
Hjónin virðast aldrei hafa verið betri enda á einum fallegasta stað í heimi.

Einir frægustu athafnamenn landsins þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen njóta þessa dagana lífsins í Feneyjum ásamt eiginkonum sínum þeim Kristínu Ólafsdóttur og Grímu Björg Thorarensen. Þar fer nú fram hinn heimsfrægi Feneyjartvíæringur.

Um er að ræða þekktustu listahátíð í heimi sem flestir kannast við. Þar hafa margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar sýnt verk sín, meðal annars Jóhannes Kjarval, Hrafnhildur Arnardóttir, Rúrí, Egill Sæbjörnsson og Ragnar Kjartansson. Að þessu sinni er Hildigunnur Birgisdóttir fulltrúi Íslands.

Hildigunnur hefur á marglaga ferli sínum rannsakað hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetur áhorfandann til að efast um jafnvægið milli skynjunar og raunveruleika. Hildigunnur skoðar oft fáfengilega hluti líkt og takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist.

Þau Skúli, Björgólfur, Gríma og Kristín virðast njóta lífsins vel í Feneyjum ef marka má samfélagsmiðla. Þar hafa þau birt myndir af sér við hin víðfrægu síki Feneyja og úr geggjuðu matarboði með fleiri hressum Íslendingum. Þeirra á meðal Sigurbirni Þorkelssyni og Heiðu Magnúsdóttur, eigendum Ásmundarsalar.

Það eru allir í stuði í Feneyjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×