Innlent

Eldur í gámi við Sunda­bakka

Atli Ísleifsson skrifar
Reyk lagði frá gámasvæðinu.
Reyk lagði frá gámasvæðinu. Vísir/Oddur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 11:20 í dag eftir að eldur kom upp í gámi á gámasvæði við Sundabakka í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er ekki sérstök hætta á ferðum og er dælubíll kominn á staðinn og tankbíll á leiðinni.

„Gámurinn er á malarsvæði þarna á gámasvæðinu,“ sagði varðstjóri í samtali við fréttastofu. 

Frá vettvangi. Vísir/Bjarni

Slökkviliðsmaður að störfum við Sundabakka í dag.Vísir/Bjarni


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×