Árangur gegn verðbólgu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 24. apríl 2024 15:01 Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun