Kaldara var á norðanverðu landinu. Á Akureyri var meðalhiti íslenska vetrarins -1,6 stig sem er 2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Veturinn í Reykjavík var álíka kaldur og í fyrra, en meðalhiti var 0,8 stig sem er 0,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur ekki verið eins kalt síðan veturinn 1998-1999.
Þá var veturinn í Reykjavík óvenjuþurr og sólríkur. Úrkoma í Reykjavík mældist um 70% af meðalúrkomu áranna 1991-2020. Sólskinsstundir mældust 558 sem er sólríkasti vetur í Reykjavík frá upphafi mælinga.
Hægt er að rýna frekar í gögnin á vef veðurstofunnar.