Tiger og Rory fá rosalega hollustubónusa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 11:30 Tiger Woods og Rory McIlroy er góðir vinir og hafa staðið með PGA í stríðinu við Sádana. Getty/Harry How Tiger Woods og Rory McIlroy hafa staðið með PGA-mótaröðinni í gegnum súrt og sætt á síðustu árum á meðan Sádi-Arabarnir reyna að stela öllum stærstu kylfingum heimsins. Nú er þeim launuð baráttan. The Telegraph segir frá því að Tiger og Rory fái sem dæmi báðir rosalega hollustubónusa. Tiger er sagður eiga að fá í kringum hundrað milljónir dollara og Rory um það bil helming þess eða um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala. Tiger er því að fá fjórtán milljarða bónus en Rory sjö milljarða bónus. Tiger Woods to get $100 million in equity for staying with PGA, Rory McIlroy receiving $50 million: report https://t.co/koziwPsevf— Fox News (@FoxNews) April 24, 2024 Bónusgreiðslurnar koma úr nýlegum sjóð þar sem kylfingar eru látnir njóta góðs af gróða bandarísku mótaraðarinnar. Þessar greiðslur eru greiddar út fyrst og fremst til að launa mönnum fyrir að standa með PGA mótaröðinni í stað þess að láta freistast af gylliboðum frá olíuríkinu. Alls munu tvö hundruð kylfingar fá greitt úr sjóðnum að þessu sinni en 750 milljónir dollara fara til 36 efstu kylfinganna. Skipting greiðslanna er út frá sérstakri formúlu sem tekur mið af árangri á ferlinum og vinsældum hvers kylfings. Jordan Spieth og Justin Thomas fá þannig þrjátíu milljónir dollara hvor eða rúmar 4,2 milljarða. Það fylgir þó sögunni að til að fá peninginn þá þurfa kylfingarnir að halda áfram tryggð við bandarísku mótaröðina. Hér eftir munu kylfingar síðan skipta á milli sín hundrað dollurum í samskonar hollustubónusum. NEW: Report - Tiger Woods, Rory McIlroy among big PGA Tour payouts - ESPN https://t.co/rOP3WkaPIx— Live News Feed (@newsnetworks) April 25, 2024 Golf Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
The Telegraph segir frá því að Tiger og Rory fái sem dæmi báðir rosalega hollustubónusa. Tiger er sagður eiga að fá í kringum hundrað milljónir dollara og Rory um það bil helming þess eða um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala. Tiger er því að fá fjórtán milljarða bónus en Rory sjö milljarða bónus. Tiger Woods to get $100 million in equity for staying with PGA, Rory McIlroy receiving $50 million: report https://t.co/koziwPsevf— Fox News (@FoxNews) April 24, 2024 Bónusgreiðslurnar koma úr nýlegum sjóð þar sem kylfingar eru látnir njóta góðs af gróða bandarísku mótaraðarinnar. Þessar greiðslur eru greiddar út fyrst og fremst til að launa mönnum fyrir að standa með PGA mótaröðinni í stað þess að láta freistast af gylliboðum frá olíuríkinu. Alls munu tvö hundruð kylfingar fá greitt úr sjóðnum að þessu sinni en 750 milljónir dollara fara til 36 efstu kylfinganna. Skipting greiðslanna er út frá sérstakri formúlu sem tekur mið af árangri á ferlinum og vinsældum hvers kylfings. Jordan Spieth og Justin Thomas fá þannig þrjátíu milljónir dollara hvor eða rúmar 4,2 milljarða. Það fylgir þó sögunni að til að fá peninginn þá þurfa kylfingarnir að halda áfram tryggð við bandarísku mótaröðina. Hér eftir munu kylfingar síðan skipta á milli sín hundrað dollurum í samskonar hollustubónusum. NEW: Report - Tiger Woods, Rory McIlroy among big PGA Tour payouts - ESPN https://t.co/rOP3WkaPIx— Live News Feed (@newsnetworks) April 25, 2024
Golf Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira