„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:38 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar.
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41
Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13