„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:38 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar.
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41
Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13