Fótbolti

Virk sprengja úr seinni heims­styrj­öldinni undir leik­vangi Mainz

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikvangur FSV Mainz er lokaður þessa stundina vegna sprengjufundar
Leikvangur FSV Mainz er lokaður þessa stundina vegna sprengjufundar Vísir/EPA-EFE/KAI PFAFFENBACH

Fresta þurfti blaðamannafundi fyrir leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á sunnudag eftir að virk 500 kílóa sprengja síðan úr seinni heimsstyrjöldinni fannst við endurbætur á leikvanginum.

Þó það kunni að hljóma ansi óhugnalega að þúsundir áhorfenda hafi reglulega komið saman ofan á þessari stóru sprengju þá eru fundir sem þessir alls ekki óalgengir í Evrópu. Á hverju ári koma um 2.000 tonn af sprengjum úr seinni heimsstyrjöldinni í leitirnar í Þýskalandi.

Um 3.500 íbúar í næsta nágrenni við völlinn munu þurfa að yfirgefa heimili sín meðan sprengjan verður gerð óvirk en sú aðgerð á að hefjast klukkan tólf á hádegi í dag samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum.

Sprengja grafin upp í Koblenz 2011. Myndin tengist fréttinni óbeintWikipedia/Holger Weinandt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×