Erlent

Dóm­stóll fyrir­skipar hand­töku land­búnaðar­ráð­herra Selenskís

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Selenskí er sagður gera sér grein fyrir því að almenningur muni ekki hafa þolinmæði gagnvart spillingu á stríðstímum.
Selenskí er sagður gera sér grein fyrir því að almenningur muni ekki hafa þolinmæði gagnvart spillingu á stríðstímum. epa/Tolga Bozoglu

Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu.

Hann sagði af sér í gær.

Solsky er sakaður um að hafa sölsað undir sig land að andvirði yfir 7 milljón dala, samkvæmt AFP. Þetta er hann sagður hafa gert þegar hann var óbreyttur þingmaður og yfirmaður fyrirtækis í landbúnaði.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa freistað þess síðustu misseri að sýna almenningi í landinu og erlendum bandamönnum að spilling á stríðsstímum verði ekki liðin. Nokkur dómsmál eru í gangi gegn einstaklingum innan hersins vegna spillingarmála og þá var varnarmálaráðherra Oleksii Reznikov látinn fjúka í fyrra.

Reznikov hefur ekki verið sakaður um spillingu en staða hans var sögð hafa orðið ómöguleg eftir að undirmenn hans voru bendlaðir við ólögmæt athæfi.

Selenskí minntist þess á Twitter í morgun að 38 ár væru liðin frá því að harmleikurinn í Tsjernobyl hófst og að 785 dagar væru liðnir frá því að Rússar tóku yfir kjarnorkuverið í Zaporizhzhia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×