Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jónsson Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. apríl 2024 13:21 Viðgerðir á styttunni hófust í hádeginu. Vísir/BEB Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið. Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Skemmdarverkið á Útlögum eftir Einar Jónsson var unnið í einhvern tímann í gær en verkið stendur við Melatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Sambærilegt spellvirki var unnið á öðru verki eftir sama listamann árið 2021. Sigurður Trausti Traustason deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur segir erfitt að segja til um hvort um sömu skemmdarvarga er að ræða. „Þetta er hreint og klárt skemmdarverk og ég skil ekki alveg hvað vakir fyrir fólki en við vitum ekki hver var að verki. Fyrir nokkrum árum var unnið sambærilegt skemmdarverk á lágmyndinni Brautryðjandanum sem er á minnisvarða um Jón Sigurðsson á Austurvelli. Ég veit ekki hvort um er að ræða sömu aðila nú,“ segir Sigurður. Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um skemmdarverkið og er mikið niðri fyrir Sigurður segist hafa fengið mikil viðbrögð. Viðgerð á verkinu hófst nú eftir hádegi í dag og er búist við að hún taki nokkra daga. „Gyllingin nær inn í allar sprungur og holur í verkinu svo það verður tímafrekt að ná henni allri af. Þá er tímafrekt að gera nýja vaxhúð á verkinu en hún er sett á til að verja það. Kostnaður við viðgerðina getur hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda króna,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort hann vilji beina einhverju til þeirra sem voru að verki svarar Sigurður: „ Ég myndi gjarnan vilja að þetta verði ekki gert aftur. Það er enginn skilningur á þessu. Þetta er lögbrot og mikið skemmdarverk,“ segir Sigurður að lokum. Allt á að fara af.Vísir/BEB Vísir/BEB
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira