„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán ásamt börnum sínum og kosningastjóra. Hún er klár í slaginn og hálfpartinn skammaði þrautreyndan fréttamann fréttastofunnar fyrir að gefa í skyn að hún gæti ekki sem forseti ráðið fram úr stjórnarkreppu ef svo ber undir. Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. „Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
„Ég rétt slapp. Þetta eru kannski 16 hundruð meðmæli. Sem betur fer byrjaði ég ekki seinna,“ sagði Ásdís Rán, Ísdrottningin sjálf, en hún mætti niður í Hörpu ásamt fríðu föruneyti. Heimir Már Pétursson fréttamaður tók hana tali og spurði hvert væri hennar erindi, hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik? „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.“ En hvað hefurðu fram að færa? „Heyrðu, það verður… ég ætla að fara á fulla ferð í góðgerðarmál. Mig langar til að auðvelda fólki á Íslandi lífið, koma til móts við barnafólk, eldra fólkið og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“ Forseti hefur kannski ekki ákvörðunarvald í þeim efnum en hann kemur við sögu við stjórnarmyndun, ef það er stjórnarkreppa – treystirðu þér til þess? „Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark. Ég get það fyllilega. Og ég get líka allt hitt, ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna.“ Neinei, ég er ekki að segja að þú getir það ekki. Ég er bara að tala um þessi stóru verkefni sem geta fylgt forsetaembættinu ef illa gengur í stjórnmálunum. „Að sjálfsögðu. Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina. Það er alveg víst.“ Þannig að þú kemur hér með þitt framboð og leggur galvösk af stað í kosningabaráttuna? „Já, ég geri það.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“