Satt og logið Bryndís Schram skrifar 26. apríl 2024 13:30 Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun