Uppgjörið: Haukar 28-25 Fram | Aftur unnu Haukakonur eftir framlengingu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. apríl 2024 21:30 Elín Klara Þorkelsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Haukar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu gegn Fram í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Haukar unnu Fram í framlengdum leik að Ásvöllum í kvöld þar sem Elín Klara Þorkelsdóttir jafnaði leikinn af vítalínunni annan leikinn í röð eftir að leiktíminn í venjulegum leiktíma rann út. Lokatölur 28-25. Heimakonur hófu leikinn betur og skoruðu fyrsta mark leiksins. Fram var þó alltaf skammt undan, eða einungis tveimur mörkum í mesta lagi. Fram tókst að komast í forystu í fyrsta skipti í leiknum á 11. mínútu með marki Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur, staðan 5-6. Haukar voru þó fljótir að hrifsa forystuna aftur til sín og voru einu til tveimur mörkum yfir út hálfleikinn, eða allt fram að lokamínútu fyrri hálfleiksins. Tókst Fram þá að jafna með glæsilegu marki frá Sóldísi Rós Ragnarsdóttur og staðan því 12-12 í hálfleik. Framarar hófu síðari hálfleikinn af mun meiri krafti og komu sér strax í tveggja marka forystu. Haukum tókst þó fljótlega að jafna leikinn og var leikurinn í járnum það sem eftir var síðari hálfleiksins, Fram var þó alltaf skrefinu á undan. Fram fékk tækifæri á því að koma sér í tveggja marka forystu þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum, en liðið fékk þá víti. Lenu Margréti Valdimarsdóttur tókst þó ekki að skora úr því. Í stað þess fengu Haukar víti á lokaandartökum leiksins þegar leiktíminn rann út, staðan 23-24 fyrir Fram. Elín Klara Þorkelsdóttir tók vítið og skoraði og jafnaði leikinn og var því farið í framlengingu. Í framlengingunni skoraði Fram fyrsta markið, sem átti eftir að reynast eina mark þeirra í framlengingunni. Haukar jöfnuðu skömmu seinna og var því jafnt í hálfleik framlengingarinnar. Í síðari hálfleik framlengingarinnar lokaði Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, markinu hjá sínu liði á meðan samherjum hennar tókst að skora þrjú mörk. Lokatölur líkt og fyrr segir, 28-25. Atvik leiksins Vítið sem dæmt var undir lok venjulegs leiktíma er atvik leiksins. Var um klárt víti að ræða og fór Elín Klara Þorkelsdóttir á línuna og skoraði og kom því leiknum í framlengingu þar sem Haukum tókst að sigra. Stjörnur og skúrkar Ísköld Elín Klara var stjarna leiksins. Skoraði úr vítinu mikilvæga og var í heildina með sjö mörk. Sara Odden var einnig drjúg fyrir heimakonur með átta mörk. Markvörður Hauka, Margrét Einarsdóttir, átti einnig frábæran leik og varði 17 skot. Skúrkarnir voru markverðir Fram. Enduðu þær Andrea Gunnlaugsdóttir og Ethel Gyða Bjarnasen aðeins með átta varða bolta í öllum leiknum sem er allt of lítið í leik sem þessum, sérstaklega þegar langstærsti hluti skotanna kom utan af velli. Sigurður Hjörtur dæmdi leikinn ásamt Svavari Ólafi Péturssyni. Þeir sættu gagnrýni af Einari Jónssyni, þjálfara Fram, eftir leik.vísir/vilhelm Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæmdu leikinn þokkalega. Engin topp frammistaða en þeir ættu að geta farið nokkuð sáttir frá þessum leik. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var þó gagnrýninn á þá varðandi skort af skrefadómum. Var slíkt augljóst í einu hraðaupphlaupi Hauka þar sem Elín Klara tók mun fleiri skref en leyfilegt er í handbolta. Stemning og umgjörð Grillaðir hamborgarar, ljósasjó, confettisprengjur og vallarþulur í stuði. Allt upp á tíu hjá Haukum eins og oft áður. Það var fínasta mæting á þennan leik og fjölmenntu heimamenn sérstaklega. Díana: Okkur finnst greinilega gaman í þessum framlengingum Díana Guðjónsdóttir var ánægð með sigur kvöldsins,VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Í fyrri hálfleik erum við með fimm tapaða bolta alveg eins og síðast og þær eru að refsa. Þetta eru bara tvö góð lið, enda er 12-12 í hálfleik. Þetta er bara barátta upp á líf og dauða í hverjum einasta leik. Varnarlega vorum við allt of soft fannst mér í fyrri hálfleik. Það var of langt á milli okkar. Þær töluðu um að ætla fara meira á breiddina, mér fannst við gera þeim þetta aðeins of auðvelt fyrir í fyrri hálfleik,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, um spilamennsku síns liðs í fyrri hálfleik í dag. Díana segir sitt lið hafa gaman að því að spila í spennandi leikjum sem fara í framlengingu. „Okkur finnst greinilega gaman í þessum framlengingum, við vorum svolítið í þessu í fyrra líka. Það er bara að anda inn og anda út, tíu mínútur eftir og þétta varnarleikinn. Þetta víti er fyrsta vítið okkar í leiknum,“ sagði Díana, en Haukar fengu víti á lokasekúndum venjulegs leiktíma sem Elín Klara skoraði úr. „Markvarslan í dag var náttúrulega geggjuð og markvarslan í framlengingunni alveg súper, hún Margrét var frábær. Þær voru alveg að fá færi en Margrét var að klára, sem er ofboðslega mikilvægt þegar maður er með góðan markmann að hann klári líka og taki stóra bolta. Það er orðið stress og þetta er komið í framlengingu og allt undir, þannig að mér fannst það svona breyta. Við kláruðum færin okkar en Margrét var góð fyrir aftan okkur.“ Díana gaf lítið fyrir ummæli Einars Jónsson, þjálfara Fram, eftir leik, en Einar fannst Haukar komast full oft upp með það að taka fleiri en þrjú skref. „Ég væri bara til í það að hann myndi bara telja skrefin hjá sínum leikmönnum. Ég get alveg bent á nokkur skref sem voru þar líka. Ég nenni ekki þessu bulli. Dómararnir dæma og við bara virðum það. Ég er hérna ekki að horfa á dómarana, ég vil helst ekki vita hver er að dæma. Svona er þetta bara.“ Aðspurð hvað Haukar gera fyrir næsta leik, þar sem liðið getur tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði Díana þetta að segja. „Það er bara að laga litlu hlutina og bæta aðeins vörnina, það er bara áfram gakk.“ Olís-deild kvenna Haukar Fram
Haukar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu gegn Fram í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Haukar unnu Fram í framlengdum leik að Ásvöllum í kvöld þar sem Elín Klara Þorkelsdóttir jafnaði leikinn af vítalínunni annan leikinn í röð eftir að leiktíminn í venjulegum leiktíma rann út. Lokatölur 28-25. Heimakonur hófu leikinn betur og skoruðu fyrsta mark leiksins. Fram var þó alltaf skammt undan, eða einungis tveimur mörkum í mesta lagi. Fram tókst að komast í forystu í fyrsta skipti í leiknum á 11. mínútu með marki Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur, staðan 5-6. Haukar voru þó fljótir að hrifsa forystuna aftur til sín og voru einu til tveimur mörkum yfir út hálfleikinn, eða allt fram að lokamínútu fyrri hálfleiksins. Tókst Fram þá að jafna með glæsilegu marki frá Sóldísi Rós Ragnarsdóttur og staðan því 12-12 í hálfleik. Framarar hófu síðari hálfleikinn af mun meiri krafti og komu sér strax í tveggja marka forystu. Haukum tókst þó fljótlega að jafna leikinn og var leikurinn í járnum það sem eftir var síðari hálfleiksins, Fram var þó alltaf skrefinu á undan. Fram fékk tækifæri á því að koma sér í tveggja marka forystu þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum, en liðið fékk þá víti. Lenu Margréti Valdimarsdóttur tókst þó ekki að skora úr því. Í stað þess fengu Haukar víti á lokaandartökum leiksins þegar leiktíminn rann út, staðan 23-24 fyrir Fram. Elín Klara Þorkelsdóttir tók vítið og skoraði og jafnaði leikinn og var því farið í framlengingu. Í framlengingunni skoraði Fram fyrsta markið, sem átti eftir að reynast eina mark þeirra í framlengingunni. Haukar jöfnuðu skömmu seinna og var því jafnt í hálfleik framlengingarinnar. Í síðari hálfleik framlengingarinnar lokaði Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, markinu hjá sínu liði á meðan samherjum hennar tókst að skora þrjú mörk. Lokatölur líkt og fyrr segir, 28-25. Atvik leiksins Vítið sem dæmt var undir lok venjulegs leiktíma er atvik leiksins. Var um klárt víti að ræða og fór Elín Klara Þorkelsdóttir á línuna og skoraði og kom því leiknum í framlengingu þar sem Haukum tókst að sigra. Stjörnur og skúrkar Ísköld Elín Klara var stjarna leiksins. Skoraði úr vítinu mikilvæga og var í heildina með sjö mörk. Sara Odden var einnig drjúg fyrir heimakonur með átta mörk. Markvörður Hauka, Margrét Einarsdóttir, átti einnig frábæran leik og varði 17 skot. Skúrkarnir voru markverðir Fram. Enduðu þær Andrea Gunnlaugsdóttir og Ethel Gyða Bjarnasen aðeins með átta varða bolta í öllum leiknum sem er allt of lítið í leik sem þessum, sérstaklega þegar langstærsti hluti skotanna kom utan af velli. Sigurður Hjörtur dæmdi leikinn ásamt Svavari Ólafi Péturssyni. Þeir sættu gagnrýni af Einari Jónssyni, þjálfara Fram, eftir leik.vísir/vilhelm Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæmdu leikinn þokkalega. Engin topp frammistaða en þeir ættu að geta farið nokkuð sáttir frá þessum leik. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var þó gagnrýninn á þá varðandi skort af skrefadómum. Var slíkt augljóst í einu hraðaupphlaupi Hauka þar sem Elín Klara tók mun fleiri skref en leyfilegt er í handbolta. Stemning og umgjörð Grillaðir hamborgarar, ljósasjó, confettisprengjur og vallarþulur í stuði. Allt upp á tíu hjá Haukum eins og oft áður. Það var fínasta mæting á þennan leik og fjölmenntu heimamenn sérstaklega. Díana: Okkur finnst greinilega gaman í þessum framlengingum Díana Guðjónsdóttir var ánægð með sigur kvöldsins,VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Í fyrri hálfleik erum við með fimm tapaða bolta alveg eins og síðast og þær eru að refsa. Þetta eru bara tvö góð lið, enda er 12-12 í hálfleik. Þetta er bara barátta upp á líf og dauða í hverjum einasta leik. Varnarlega vorum við allt of soft fannst mér í fyrri hálfleik. Það var of langt á milli okkar. Þær töluðu um að ætla fara meira á breiddina, mér fannst við gera þeim þetta aðeins of auðvelt fyrir í fyrri hálfleik,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, um spilamennsku síns liðs í fyrri hálfleik í dag. Díana segir sitt lið hafa gaman að því að spila í spennandi leikjum sem fara í framlengingu. „Okkur finnst greinilega gaman í þessum framlengingum, við vorum svolítið í þessu í fyrra líka. Það er bara að anda inn og anda út, tíu mínútur eftir og þétta varnarleikinn. Þetta víti er fyrsta vítið okkar í leiknum,“ sagði Díana, en Haukar fengu víti á lokasekúndum venjulegs leiktíma sem Elín Klara skoraði úr. „Markvarslan í dag var náttúrulega geggjuð og markvarslan í framlengingunni alveg súper, hún Margrét var frábær. Þær voru alveg að fá færi en Margrét var að klára, sem er ofboðslega mikilvægt þegar maður er með góðan markmann að hann klári líka og taki stóra bolta. Það er orðið stress og þetta er komið í framlengingu og allt undir, þannig að mér fannst það svona breyta. Við kláruðum færin okkar en Margrét var góð fyrir aftan okkur.“ Díana gaf lítið fyrir ummæli Einars Jónsson, þjálfara Fram, eftir leik, en Einar fannst Haukar komast full oft upp með það að taka fleiri en þrjú skref. „Ég væri bara til í það að hann myndi bara telja skrefin hjá sínum leikmönnum. Ég get alveg bent á nokkur skref sem voru þar líka. Ég nenni ekki þessu bulli. Dómararnir dæma og við bara virðum það. Ég er hérna ekki að horfa á dómarana, ég vil helst ekki vita hver er að dæma. Svona er þetta bara.“ Aðspurð hvað Haukar gera fyrir næsta leik, þar sem liðið getur tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði Díana þetta að segja. „Það er bara að laga litlu hlutina og bæta aðeins vörnina, það er bara áfram gakk.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti