Innlent

Rifjaði upp þegar for­setinn bjargaði landinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Þórisdóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson í Hörpu í morgun.
Helga Þórisdóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson í Hörpu í morgun. RAX

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar sagðist öllu vön að mæta á tónleika í Hörpu en það væri öðruvísi að skila inn framboði til forseta. Stórkostleg stund, sagði Helga.

Helga mætti í Hörpu á tólfa tímanum í morgun til að skila inn meðmælum sínum, blöndu af rafrænum meðmælum og handskrifuðum. Hún sagðist vera hamingjusöm, hafa notið þess að fara um landið og finna fyrir stuðningi.

Fylgi Helgu hefur mælst afar lítið í könnunum en hún er sallaróleg með það. Hún lýsir sér sem óþekkta embættismanninum og bendir á að hafa ekki verið á samfélagsmiðlum fyrr en fyrst fyrir fjórum vikum.

Helga er með 29 ára reynslu sem lögfræðingur og ætli meðal annars að leggja upp með að vernda íslenska tungu. Þá nýtist þekking hennar á stjórnsýslunni mjög vel og þekki hvernig samskipti þings og forseta séu. Forsetin geti verið öryggisventill og jafnvel bjargað þjóðinni með málskotsréttnum til þjóðarinnar. Vísaði hún þar til Ólafs Ragnars Grímssonar og Icesave deilunnar.

Helga segist staðfest, munu taka málskotsréttinn alvarlega enda sé enginn hafinn yfir lög á Íslandi. Það muni hún tryggja á Bessastöðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×