Innlent

Segir engin annar­leg sjónar­mið að baki á­kvörðun RÚV

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Heiðar segist ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti.
Heiðar segist ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti. Vísir/Samsett

Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá.

Greint var frá því í gær að María Sigrún Hilmarsdóttir hafi verið látin kveðja fréttaskýringarþáttinn Kveik og að innslag sem hún hafi verið með í undirbúningi yrði ekki sýnt. Hún var ósátt með framvindu mála og mun Ingólfur Bjarni Sigfússon ritstjóri Kveiks hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku.

Heiðar segir fréttaskýringuna sem unnið hafði verið að um skeið ekki hafa verið fullbúna til sýningar og að stjórnendur fréttastofunnar hafi þá boðið að málinu yrði fundinn faregur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það.

Hann segist ekki munu tjá sig um málið að öðru leyti eða vitna í trúnaðarsamtöl.

Elín Hirst fyrrverandi fréttastjóri RÚV hefur tekið upp hanskann fyrir Maríu ásamt Guðfinni Sigurvinssyni fyrrverandi fréttamanni á RÚV. Hinn síðarnefndi birti færslu á Facebook þar sem hann sagði meðal annars að það væri „alveg útilokað“ að umfjöllun Maríu hafi verið svo ótraust og illa unnin að ástæða hafi verið til að víkja henni úr fréttaskýringarþættinum.


Tengdar fréttir

Krefjast skýringa á brotthvarfi Maríu Sigrúnar

Brotthvarf Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur úr fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv hefur vakið nokkra athygli. Fyrrverandi samstarfsmenn hennar fara fögrum orðum um blaðamannahætti hennar og krefja forsvarsmenn Ríkisútvarpsins um skýringar á brotthvarfinu.

María Sigrún látin fara úr Kveik

Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×