„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 16:36 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Þrótti. VÍSIR/VILHELM Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. „Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni. Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni.
Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira