LeBron og Davis köstuðu líflínu til Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 09:23 LeBron James skoraði þrjátíu stig í sigri Los Angeles Lakers á Denver Nuggets í nótt. getty/Ronald Martinez Los Angeles Lakers forðaðist sumarfrí með sigri á Denver Nuggets, 119-108, í fjórða leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lakers tapaði fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og hafði tapað ellefu leikjum gegn Denver í röð fyrir leikinn í nótt. En sigurinn kom loksins og Lakers minnkaði muninn í einvíginu í 3-1. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 25 stig og 23 fráköst. Anthony Davis and LeBron James come up HUGE for the @Lakers to force a Game 5!AD: 25 PTS | 23 REB | 6 AST | 64.7 FG%LBJ: 30 PTS | 5 REB | 4 AST | 60.9 FG% pic.twitter.com/6yMjhswkI7— NBA (@NBA) April 28, 2024 Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Michael Porter skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst. Boston Celtics spilaði frábæran varnarleik þegar liðið vann Miami Heat, 84-104. Boston er 2-1 yfir í einvíginu. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 22 stig hvor fyrir Boston. Sá fyrrnefndi tók einnig ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jayson Tatum and Jaylen Brown led the charge for the Celtics in Game 3 as BOS takes a 2-1 series lead! 🍀JT: 22 PTS, 11 REB, 6 ASTJB: 22 PTS, 8 REB, 3 AST pic.twitter.com/AkUz4TFNwS— NBA (@NBA) April 28, 2024 Bam Adebayo skoraði tuttugu stig fyrir Miami sem lék án Jimmys Butler í nótt. Oklahoma City Thunder er einum sigri frá því að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir öruggan sigur á New Orleans Pelicans, 85-106. OKC er 3-0 yfir í einvíginu. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 24 stig fyrir Þrumuna sem hitti úr 47 prósent þriggja stiga skota sinna í leiknum. Jalen Williams og Josh Giddey skoruðu 21 stig hvor. SGA and Josh Giddey handled business in New Orleans to take a 3-0 series lead ⛈️Gilgeous-Alexander: 24 PTS, 8 AST, 5 REBGiddey: 21 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/ADWXZbSMwy— NBA (@NBA) April 27, 2024 Brandom Ingram skoraði nítján stig fyrir New Orleans sem er enn án Zions Williamson sem er meiddur. Orlando Magic jafnaði metin í rimmunni gegn Cleveland Cavaliers með stórsigri á heimavelli, 112-89. Staðan í einvíginu er 2-2. Cleveland var yfir í hálfleik, 60-51, en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik. Cavs skoraði aðeins 29 stig í honum og tapaði 3. leikhlutanum, 37-10. Franz Wagner skoraði 34 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. Jarrett Allen var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. Franz Wagner dropped playoff career-highs to help the @OrlandoMagic tie the series 2-2!🪄 34 PTS (Playoff career-high)🪄 13 REB (Playoff career-high)🪄 2 3PM🪄 13-17 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/jbF2UGwaPn— NBA (@NBA) April 27, 2024 NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Lakers tapaði fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og hafði tapað ellefu leikjum gegn Denver í röð fyrir leikinn í nótt. En sigurinn kom loksins og Lakers minnkaði muninn í einvíginu í 3-1. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 25 stig og 23 fráköst. Anthony Davis and LeBron James come up HUGE for the @Lakers to force a Game 5!AD: 25 PTS | 23 REB | 6 AST | 64.7 FG%LBJ: 30 PTS | 5 REB | 4 AST | 60.9 FG% pic.twitter.com/6yMjhswkI7— NBA (@NBA) April 28, 2024 Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Michael Porter skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst. Boston Celtics spilaði frábæran varnarleik þegar liðið vann Miami Heat, 84-104. Boston er 2-1 yfir í einvíginu. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 22 stig hvor fyrir Boston. Sá fyrrnefndi tók einnig ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jayson Tatum and Jaylen Brown led the charge for the Celtics in Game 3 as BOS takes a 2-1 series lead! 🍀JT: 22 PTS, 11 REB, 6 ASTJB: 22 PTS, 8 REB, 3 AST pic.twitter.com/AkUz4TFNwS— NBA (@NBA) April 28, 2024 Bam Adebayo skoraði tuttugu stig fyrir Miami sem lék án Jimmys Butler í nótt. Oklahoma City Thunder er einum sigri frá því að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir öruggan sigur á New Orleans Pelicans, 85-106. OKC er 3-0 yfir í einvíginu. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 24 stig fyrir Þrumuna sem hitti úr 47 prósent þriggja stiga skota sinna í leiknum. Jalen Williams og Josh Giddey skoruðu 21 stig hvor. SGA and Josh Giddey handled business in New Orleans to take a 3-0 series lead ⛈️Gilgeous-Alexander: 24 PTS, 8 AST, 5 REBGiddey: 21 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/ADWXZbSMwy— NBA (@NBA) April 27, 2024 Brandom Ingram skoraði nítján stig fyrir New Orleans sem er enn án Zions Williamson sem er meiddur. Orlando Magic jafnaði metin í rimmunni gegn Cleveland Cavaliers með stórsigri á heimavelli, 112-89. Staðan í einvíginu er 2-2. Cleveland var yfir í hálfleik, 60-51, en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik. Cavs skoraði aðeins 29 stig í honum og tapaði 3. leikhlutanum, 37-10. Franz Wagner skoraði 34 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. Jarrett Allen var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. Franz Wagner dropped playoff career-highs to help the @OrlandoMagic tie the series 2-2!🪄 34 PTS (Playoff career-high)🪄 13 REB (Playoff career-high)🪄 2 3PM🪄 13-17 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/jbF2UGwaPn— NBA (@NBA) April 27, 2024
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira