Hver er pælingin? Ásgeir Brynjar Torfason skrifar 28. apríl 2024 11:01 „Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Sjá meira
„Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun