Eins og sandur úr greip Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun