Ein tilkynning barst um líkamsárás í miðborginni og þá var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun í póstnúmerinu 108. Það mál var afgreitt með skýrslutöku á vettvangi.
Þá var tilkynnt um tvö minniháttar umferðarslys, í póstnúmerum 112 og 220.
Einn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru fjórir ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur.
Lögreglu barst einnig tilkynning um einstakling sem ætlaði sér að ganga Reykjanesbrautina frá álverinu í Straumsvík og upp á Keflavíkurflugvöll. Lögregla ræddi við viðkomandi og veitti honum aðstoð.
Í yfirliti lögreglu er einnig greint frá eftirför sem Vísir sagði frá í gærkvöldi.