„Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 13:30 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir í leik með Breiðabliki en hún hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablikskonur sitja í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir tvo 3-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Sex stig og markatalan 6-0. Bestu mörkin ræddu þessa byrjun Blikaliðsins og staðan segir ekki allt. „Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira