Fjórar dýrindis diskósúpur úr hráefnum sem annars hefði verið hent Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 22:07 Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnaskólans í Reykjavík og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari stóðu að diskósúpuviðburðinum í Hússtjórnarskólanum Vísir/Einar Nýjustu rannsóknir sýna hver Íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Nemendur í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík héldu upp á alþjóðlega diskósúpudaginn á dögunum með súpuveislu úr hráefnum sem annars hefði átt að henda. Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“ Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Slow Food samtökin tileinka síðast laugardag í apríl matarsóunarmálum á heimsvísu. Þá eru útbúnar súpur víðsvegar um heiminn til að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. Nýjustu rannsóknir sýna að hver íslendingur hendir að meðaltali 160 kílóum af mat á ári. Þá eru ekki meðtalin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Nemendur í Hússtjórnunarskólanum í Reykjavík buðu á dögunum upp á svokallaðar diskósúpur sem unnar voru úr hráefnum sem annars hefði verið hent. „Það er svo mikilvægt að við komum því strax inn til unga fólksins okkar, hvernig við horfum á og umgöngumst matinn og lítum ekki á afganga sem rusl heldur hráefni í nýja rétti,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og kennari. „Og lærum að smakka okkur til, búa til geggjaðar súpur og borða svo bara lausnina á þessum risastóra loftlagsvanda.“ Fréttamaður smakkaði blómkálssúpuna og getur staðfest að hún var algjörlega himnensk. Vísir/Einar Úr afgangshráefnunum urðu til fjórar ljómandi góðar súpur. Blómkálssúpa, graskerssúpa, sætkartöflusúpa með karrí og hnausþykk grænmetissúpa. „Þegar það er gott hráefni fyrir framan mann, þó það sé beygluð gulrót eða dós sem miðinn hefur eyðilagst á og átti þessvegna að henda í búðinni, þá er ekkert að því. Og þarna komum við sem matreiðslumeistarar eða kennarar inn til að kenna krökkunum og okkur sjálfum að treysta nefinu okkar og treysta hráefnunum sem við erum með,“ segir Dóra. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík.Vísir/Einar Marta María Arnarsdóttir, skólameistari hússtjórnaskólans segir nemendur hafa tekið framtakinu vel. „Þau eru mjög til í flest það sem okkur dettur í hug hérna innanhúss. Dóra var líka búin að koma fyrr á önninni og kenna þeim matargerð sem er góð fyrir umhverfið, um grænmetisrétti og svoleiðis. Þannig þau þekktu Dóru vel og voru mjög jákvæð gagnvart þessu uppátæki.“
Matur Skóla- og menntamál Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira