Fótboltafortíð fjölskyldunnar í sviðsljósinu í viðtali DR við Andra Lucas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 09:00 Eiður Smári Guðjohsen með ungum syni sínum þegar Eiður var leikmaður Chelsea. Getty/Matthew Ashton Andri Lucas Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni enda kominn með ellefu mörk í deild og úrslitakeppni. Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira