Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2024 06:59 Ísraelskir hermenn á svæði þar sem flutningabifreiðar sæta skoðun áður en þær fá að fara inn á Gasa með neyðargögn. AP/Ohad Zwigenberg Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira