Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2024 18:59 Viktor Traustason verður á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. „Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
„Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent