Aðalsteinsdóttir nafnið á nýrri æfingu Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 08:32 Thelma Aðalsteinsdóttir hefur nú gert æfingu á tvíslá sem heitir eftir henni. Getty/Tim Clayton Ný æfing fær nú pláss í dómarabókinni í áhaldafimleikum og hún er nefnd eftir íslensku fimleikakonunni Thelmu Aðalsteinsdóttur, sem framkvæmdi hana fyrst allra í sögunni. Thelma hefur unnið að því markmiði að fá æfingu nefnda eftir sér, á tvíslá, og sýnt hana á mótum. Hún þurfti hins vegar að framkvæma hana á stórmóti, á undan öllum öðrum, til að fá hana nefnda eftir sér og það gerði hún á Evrópumótinu í Rimini á Ítalíu í gær. Æfingin er þannig að Thelma fer í hring fram fyrir sig, í öfugu gripi, og svo beint í framheljarstökk. Á fimleikamáli kallast þetta Weiler-hringur tengdur í Comaneci framheljarstökk. Æfinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Fimleikaæfingin Aðalsteinsdóttir Íslenska kvennalandsliðið varð í 22. sæti af 30 liðum á Evrópumótinu, með heildarstig upp á 143,527. Thelma náði hæsta stigaskorinu af íslensku keppendunum eða 49,064 stigum. Liðið saknaði Margrétar Leu Kristinsdóttur sem meiddist skömmu fyrir mót, en auk Thelmu voru í liðinu Hildur Maja Guðmundsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Ferenc Kovats, þjálfari, Thelma, Hildur Maja, Lilja Katrín og Andrea Fellner-Kovats, þjálfari, á EM í Rimini.FSÍ Íslenska liðið hóf keppni á gólfi þar sem tvö föll lækkuðu heildarskorið á áhaldinu. Stelpurnar létu það ekki á sig fá og stigu upp á hinum þrem áhöldunum. Allar skiluðu góðu stökki og tvísláin gekk mjög vel, og þær enduðu svo allar með frábærar sláaræfingar, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fimleikasambandsins. Fimleikar Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Sjá meira
Thelma hefur unnið að því markmiði að fá æfingu nefnda eftir sér, á tvíslá, og sýnt hana á mótum. Hún þurfti hins vegar að framkvæma hana á stórmóti, á undan öllum öðrum, til að fá hana nefnda eftir sér og það gerði hún á Evrópumótinu í Rimini á Ítalíu í gær. Æfingin er þannig að Thelma fer í hring fram fyrir sig, í öfugu gripi, og svo beint í framheljarstökk. Á fimleikamáli kallast þetta Weiler-hringur tengdur í Comaneci framheljarstökk. Æfinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Fimleikaæfingin Aðalsteinsdóttir Íslenska kvennalandsliðið varð í 22. sæti af 30 liðum á Evrópumótinu, með heildarstig upp á 143,527. Thelma náði hæsta stigaskorinu af íslensku keppendunum eða 49,064 stigum. Liðið saknaði Margrétar Leu Kristinsdóttur sem meiddist skömmu fyrir mót, en auk Thelmu voru í liðinu Hildur Maja Guðmundsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Ferenc Kovats, þjálfari, Thelma, Hildur Maja, Lilja Katrín og Andrea Fellner-Kovats, þjálfari, á EM í Rimini.FSÍ Íslenska liðið hóf keppni á gólfi þar sem tvö föll lækkuðu heildarskorið á áhaldinu. Stelpurnar létu það ekki á sig fá og stigu upp á hinum þrem áhöldunum. Allar skiluðu góðu stökki og tvísláin gekk mjög vel, og þær enduðu svo allar með frábærar sláaræfingar, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fimleikasambandsins.
Fimleikar Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Sjá meira