Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:07 Halla Hrund Logadóttir hefur verið á mikilli siglingu í skoðanakönnunum síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Í könnunni sem var framkvæmd fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var spurt: Hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun? Könnunin fór fram dagana 22. apríl til 3. maí 2024 og voru svarendur 1.236 talsins. Flestir sem svöruðu könnuninni, 29,4 prósent, myndu kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Næstflestir sögðust munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða 26,8 prósen og þá mældist Baldur Þórhallsson með tæplega 20 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr hefur dregist jafnt og þétt saman frá því að hann mældist með 19,6 prósent í könnun þann 8. apríl. Hann mælist nú með tæp þrettán prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með undir fimm prósenta fylgi. Arnar Þór Jónsson mælist í könnuninni með 4,2 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir 3,7 prósenta fylgi og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5 prósenta fylgi. Aðrir mælast með minna en eitt prósenta fylgi. Fylgi frambjóðenda meðal kynja er nokkuð jafnt nema Baldur er með talsvert meira fylgi meðal kvenna (24,4 prósent) heldur en karla (15,9 prósent). Fylgi Höllu Hrundar og Katrínar er mest hjá fólki yfir sextugu. Jón Gnarr er áfram vinsælastur meðal yngstu kjósendanna, en 25,6 prósent þeirra sem myndu kjósa hann eru á aldrinum 18 til 29 ára. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á milli aldurshópa. Katrín Jakobsdóttir sækir fylgi sitt að langmestu leyti til kjósenda Vinstri grænna eða yfir 80 prósent. Flestir þeir sem myndi kjósa Höllu Hrund myndu kjósa Miðflokkinn ef kosið væri til Alþingis í dag. Þá er stuðningsfólk Baldurs líklegast til að kjósa Pírata. Í gær var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir væri efst í könnun á vegum Félagsvísindastofunnar. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í dag mælist Halla Hrund hinsvegar með langmest fylgi allra forsetaframbjóðenda eða 36 prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. 2. maí 2024 18:08