Uppgjör: Keflavík - Grindavík 84-83 | Ótrúlegur endir og allt jafnt í einvíginu Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 21:15 Urban Oman lokar leiknum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í leik tvö í viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla en Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í Smáranum þar sem hart var tekist á. Keflvíkingar leika án Remy Martin sem meiddist í þeim leik en það virtist ekki há þeim mikið. Mortensen hafnar skoti Sigurðar PéturssonarVísir/Hulda Margrét Heimamenn keyrðu upp hraðann frá fyrstu mínútu og Grindvíkingar virtust ekki vera tilbúnir í þann hraða, hvorki í vörn né sókn, og voru úr öllum takti og að hitta illa í ofan á lag. Það var ljóst að dómarar leiksins ætluðu ekki að láta þennan leik leysast upp í neina vitleysu en þeir fóru langt með að klára skjátíma sinn strax í fyrsta leikhluta og létu liðunum sitthvora U-villuna í té. Keflvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stigum, 26-17, en fyrirliði þeirra Halldór Garðar Hermannsson lokaði leikhlutanum með flautukörfu. Gestirnir frá Grindavík náðu svo smám saman að hemja hraðann í leiknum og skotin fóru að detta svo að aðeins munaði þremur stigum í hálfleik, 44-41. Leikurinn var afar jafn þar sem eftir lifði. Grindvíkingar komust þó í betri og betri takt og komust yfir en Keflvíkingar voru alls ekki hættir og komust aftur yfir, 77-75, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Lokasekúndurnar voru æsispennandi. Grindavík virtist vera að klára þetta en Keflvíkingar gáfust ekki upp. Sendu Basile á línuna sem brenndi af öðru vítinu og staðan því 81-83. Boltinn endaði svo í höndunum á Urban Oman, sem var núll af þremur í þristum, og hann setti niður flautuþrist. Ótrúlega senur hér í Keflavík og allt orðið jafnt í einvíginu. Allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni þegar flautukarfan söng í netinuVísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Hér kemur aðeins eitt atvik til greina. Flautukarfan sem toppaði dramatíkina í þessum leik. Stjörnur og skúrkar Jaka Brodnik var öflugurVísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik fór fyrir stigaskori Keflavíkur í kvöld og skoraði mikilvægar körfur undir lokin þegar allt var í járnum. 20 stig frá honum. Halldór Garðar Hermannsson átti virkilega góða innkomu af bekknum. Sótti grimmt á körfuna og skilaði 14 stigum. Halldór Garðar einbeitturVísir/Hulda Margrét Basile var bæði stjarna og skúrur í kvöldVísir/Hulda Margrét Hjá Grindavík skoraði Dedrick Basile 25 stig og DeAndre Kane kom næstur með 19. Þeir fóru langt með að klára leikinn undir lokin en Basile gleymdi sér í augnablik á síðustu sekúndu leiksins. Var alltof langt frá Oman sem fékk galopið skot og Basile tekur því heim með sér bæði stjörnu- og skúrkstitil í kvöld. Kane ekki sátturVísir/Hulda Margrét Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Þeir virtust ætla að leggja línurnar strax í byrjun og nýttu mikinn skjátíma sinn til hins ítrasta en svo fór bara allt úr böndunum. Línan var ekki til staðar í kvöld, ekki flautað á augljósar villur en svo flautað á algjöran tittlingaskít inn á milli. Grindvíkingar létu þetta fara mikið í taugarnar á sér en í raun hallaði á hvorugt liðið. Í staðinn var bara boðið upp á algjöra upplausn inni á vellinum á löngum köflum. Stemming og umgjörð Það var öllu tjaldað til í Keflavík í kvöld. Grindvíkingar voru mættir í Bítlabæinn löngu fyrir leik og hituðu upp í Reykjaneshöllinni og svo var skellt í allsherjarupphitunarpartý í hliðarsalnum hér í Blue-höllinni þar sem Prettyboitjokko steig á stokk áður en Grindvíkingar fylltu sinn hluta stúkunnar á sömu mínútu og opnað var inn í salinn. Stúkan var þéttsetinVísir/Hulda Margrét Grindvíkingar stóðu upp á endann allan tímann og byrjuðu að syngja og hvetja sína menn löngu áður en leikurinn byrjaði. Hörðustu stuðningsmenn Keflavíkur létu einnig í sér heyra og í 40 mínútur var frábær stemming í Blue höllinni. En um leið og flautan gall fór allt í skrúfuna. Stuðningsmenn beggja liða létu mjög ófriðlega í stúkunni, grýttu hlutum út og suður, inn á völlinn, í leikmenn og í aðra áhorfendur. Virkilega svartur blettur á annars frábærri umgjörð og stemmingu og ljóst að Grindvíkingar þurfa að manna gæsluna vel í næsta leik. Reynt að stilla til friðar í stúkunniVísir/Hulda Margrét Viðtöl Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík
Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í leik tvö í viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla en Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í Smáranum þar sem hart var tekist á. Keflvíkingar leika án Remy Martin sem meiddist í þeim leik en það virtist ekki há þeim mikið. Mortensen hafnar skoti Sigurðar PéturssonarVísir/Hulda Margrét Heimamenn keyrðu upp hraðann frá fyrstu mínútu og Grindvíkingar virtust ekki vera tilbúnir í þann hraða, hvorki í vörn né sókn, og voru úr öllum takti og að hitta illa í ofan á lag. Það var ljóst að dómarar leiksins ætluðu ekki að láta þennan leik leysast upp í neina vitleysu en þeir fóru langt með að klára skjátíma sinn strax í fyrsta leikhluta og létu liðunum sitthvora U-villuna í té. Keflvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stigum, 26-17, en fyrirliði þeirra Halldór Garðar Hermannsson lokaði leikhlutanum með flautukörfu. Gestirnir frá Grindavík náðu svo smám saman að hemja hraðann í leiknum og skotin fóru að detta svo að aðeins munaði þremur stigum í hálfleik, 44-41. Leikurinn var afar jafn þar sem eftir lifði. Grindvíkingar komust þó í betri og betri takt og komust yfir en Keflvíkingar voru alls ekki hættir og komust aftur yfir, 77-75, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Lokasekúndurnar voru æsispennandi. Grindavík virtist vera að klára þetta en Keflvíkingar gáfust ekki upp. Sendu Basile á línuna sem brenndi af öðru vítinu og staðan því 81-83. Boltinn endaði svo í höndunum á Urban Oman, sem var núll af þremur í þristum, og hann setti niður flautuþrist. Ótrúlega senur hér í Keflavík og allt orðið jafnt í einvíginu. Allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni þegar flautukarfan söng í netinuVísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Hér kemur aðeins eitt atvik til greina. Flautukarfan sem toppaði dramatíkina í þessum leik. Stjörnur og skúrkar Jaka Brodnik var öflugurVísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik fór fyrir stigaskori Keflavíkur í kvöld og skoraði mikilvægar körfur undir lokin þegar allt var í járnum. 20 stig frá honum. Halldór Garðar Hermannsson átti virkilega góða innkomu af bekknum. Sótti grimmt á körfuna og skilaði 14 stigum. Halldór Garðar einbeitturVísir/Hulda Margrét Basile var bæði stjarna og skúrur í kvöldVísir/Hulda Margrét Hjá Grindavík skoraði Dedrick Basile 25 stig og DeAndre Kane kom næstur með 19. Þeir fóru langt með að klára leikinn undir lokin en Basile gleymdi sér í augnablik á síðustu sekúndu leiksins. Var alltof langt frá Oman sem fékk galopið skot og Basile tekur því heim með sér bæði stjörnu- og skúrkstitil í kvöld. Kane ekki sátturVísir/Hulda Margrét Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Þeir virtust ætla að leggja línurnar strax í byrjun og nýttu mikinn skjátíma sinn til hins ítrasta en svo fór bara allt úr böndunum. Línan var ekki til staðar í kvöld, ekki flautað á augljósar villur en svo flautað á algjöran tittlingaskít inn á milli. Grindvíkingar létu þetta fara mikið í taugarnar á sér en í raun hallaði á hvorugt liðið. Í staðinn var bara boðið upp á algjöra upplausn inni á vellinum á löngum köflum. Stemming og umgjörð Það var öllu tjaldað til í Keflavík í kvöld. Grindvíkingar voru mættir í Bítlabæinn löngu fyrir leik og hituðu upp í Reykjaneshöllinni og svo var skellt í allsherjarupphitunarpartý í hliðarsalnum hér í Blue-höllinni þar sem Prettyboitjokko steig á stokk áður en Grindvíkingar fylltu sinn hluta stúkunnar á sömu mínútu og opnað var inn í salinn. Stúkan var þéttsetinVísir/Hulda Margrét Grindvíkingar stóðu upp á endann allan tímann og byrjuðu að syngja og hvetja sína menn löngu áður en leikurinn byrjaði. Hörðustu stuðningsmenn Keflavíkur létu einnig í sér heyra og í 40 mínútur var frábær stemming í Blue höllinni. En um leið og flautan gall fór allt í skrúfuna. Stuðningsmenn beggja liða létu mjög ófriðlega í stúkunni, grýttu hlutum út og suður, inn á völlinn, í leikmenn og í aðra áhorfendur. Virkilega svartur blettur á annars frábærri umgjörð og stemmingu og ljóst að Grindvíkingar þurfa að manna gæsluna vel í næsta leik. Reynt að stilla til friðar í stúkunniVísir/Hulda Margrét Viðtöl
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum