Enski boltinn

Klopp ó­sáttur við álagið: „Hádegisleikir eru glæpur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp hatar hádegisleiki eins og pestina.
Jürgen Klopp hatar hádegisleiki eins og pestina. getty/Justin Setterfield

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði sáran yfir leikjaálagi á blaðamannafundi liðsins í dag og þá sérstaklega yfir hádegisleikjunum sem hann þolir ekki.

„Ég var að bíða eftir að Amnesty International blandaði sér í málið. Ég myndi vera á fundinum þegar einhver stingur upp á því að Liverpool spili klukkan 12:30 og allir í herberginu springa úr hlátri,“ sagði Klopp.

Þjóðverjinn er langt frá því að vera sáttur með sjónvarpsstöðina TNT Sports sem hefur ýmislegt um það að segja hvenær Liverpool spilar.

„Ég ræddi við starfsmenn uppáhalds sjónvarpsstöðvarinnar okkar sem ég mun ekki horfa aftur á,“ sagði Klopp sem finnst leikjadagskrá Liverpool alltof þétt.

„Að láta okkur spila fimmtudag, sunnudag, miðvikudag og hádegisleik á laugardegi er glæpur. Við fáum stystan tíma milli tíma í öllum heiminum.“

Klopp sagði jafnframt að enska úrvalsdeildin væri besta deild í heimi en álagið á leikmennina væri alltof mikið og það hefði áhrif á árangur liðanna í Evrópukeppnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×