Fyrir leikinn í kvöld var Luton í fallsæti en hefði með sigri farið upp fyrir Nottingham Forest og í öruggt sæti. Burnley var svo aðeins tveimur stigum á eftir Luton í 19. sæti.
Everton fékk vítaspyrnu á 24. mínútu leiksins eftir að Jarrad Banthwaite féll eftir baráttu við Teden Mengi. Dominic Calwert-Lewin skoraði úr vítaspyrnunni og kom gestunum yfir.
Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna. Elijah Adebayo skoraði þá gott mark eftir að hann tók við sendingu frá Albert Sambi-Lokonga, hristi Ashley Young af sér og skoraði framhjá Jordan Pickford.
Staðan í hálfleik og síðari hálfleikur var fjörugur. Luton Town átti fleiri marktilraunir en Thomas Kaminski þurfti í tvígang að bjarga sínum mönnum í marki heimaliðsins.
Undir lokin náði Luton að setja pressu á Everton og komust nálægt því að jafna þegar bakfallsspyrna Luke Berry fór í varnarmann á markteignum. Á lokasekúndunum komst Branthwaite svo fyrir skot fyrrum Everton mannsins Ross Barkley og leikurinn var flautaður af í kjölfarið.
Lokatölur 1-1 og Luton því enn í fallsæti en er nú jafnt Nottingham Forest að stigum og þremur stigum á undan Burnley. Bæði lið eiga þó leik til góða.