Í umfjöllun flugmiðilsins Aerotime segir að rannsókn sé hafin á atvikinu, sem varð þann 22. apríl. Henni sé ætlað að leiða í ljós hvernig atvikið gat átt sér stað og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að það endurtaki sig.
Þar segir að þotan, sem er flutningavél í þjónustu ríkisflugfélags Sádi-Arabíu, hafi náð ríflega 200 kílómetra hraða áður en stjórnendum hennar varð vart um að þeir væru að taka á loft af akstursbraut og stigu á bremsuna.
Þá segir að svipað atvik hafi átt sér stað á sömu akstursbraut árið 2018. Þá hafi stjórnendur 737 þotu Jet Airways farið inn á akstursbrautina haldandi að þeir væri að beygja inn á sömu flugbraut og vél Atlanta átti að beygja inn á. Þá hafi ekki tekist að stöðva vélina í tæka tíð og hún endað út af brautinni.