Fótbolti

Kristín Dís og Þór­dís fögnuðu sigri en það gekk illa hjá Halmstad strákunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Dís Árnadóttir er með fast sæti í byrjunarliði toppliðsins í Danmörku.
Kristín Dís Árnadóttir er með fast sæti í byrjunarliði toppliðsins í Danmörku. @Brondbywomen

Kristín Dís Árnadóttir og félagar í Bröndby unnu flottan sigur í dag í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í fótbolta.

Kristín Dís var að venju í byrjunarliðinu hjá Bröndby sem vann 3-0 sigur á Kolding. Bröndby skoraði mörkin sín á 29., 42. og 59. mínútu leiksins og sigurinn var öruggur.

Eftir þennan sigur þá er Brönby með tveggja stiga forskot á Nordsjælland á toppnum en Nordsjælland á leik inni. Kristín Dís spilaði allan leikinn en Hafrún Rakel Halldórsdóttir er frá vegna meiðsla.

Þórdís Elva Ágústsdóttir og félagar í Växjö DFF unnu dramatískan 2-1 útisigur á Trelleborg í sænsku úrvalsdeildinni. Sigurmarkið kom á þriðju mínútu í uppbótatíma.

Þórdís Elva var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 83 mínúturnar. Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki með en hún er frá keppni vegna viðbeinsbrots.

Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson komu báðir inn á sem varamenn undir lok leiksins þegar Halmstad tapaði 5-2 á útivelli á móti Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.

Gísli kom inn á sem varamaður á 77. mínútu og Birnir var sendur inn á völlinn fjórum mínútum síðar. Þá var staðan 4-2 fyrir Kalmar.

Halmstad er í öðru sætinu í deildinni og tólf sætum ofar en Kalmar. Þessi úrslit komu því á óvart en Halmstad átti möguleika á því að minnka forskot Malmö á toppnum í þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×