„Skrímsladeildin“ hafi skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2024 16:44 Pistill Steinunnar Ólínu hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna. Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í færslunni sakar hún Stefán og „yfirmann áróðursmaskínunnar“ Friðjón Friðjónsson um að hafa skorið upp herör gegn mótframbjóðendum Katrínar Jakobsdóttur. „Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn. Hún segir viðtal Stefáns við Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðanda hafa verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“ og segir að Stefán sé nú að reyna að gera kosningastjóra Höllu Hrundar tortryggilega „fyrir það eitt að hafa unnið fyrir Orkustofnun og þegið fyrir það laun!“ Stefán svarar fyrir sig Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, tekur undir með Steinunni Ólínu og segir frábært hjá henni að „draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar.“ „Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar hann við færsluna. Stefán Einar Stefánsson svaraði fyrir sig í athugasemd við færslu Gunnars Smára. Hann gefur lítið fyrir málflutning þeirra og segir hann Gunnar meðal annars skorta alla sómakennd. Stefán sparar ekki orðin. „Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar,“ skrifar Stefán. Kona Stefáns er Sara Lind Guðbergsdóttir, sem var settur orkumálastjóri eftir að Halla Hrund Logadóttir tók sér tímabundið leyfi frá störfum vegna forsetaframboðsins. „En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira