Innlent

„Eld­gosið virðist í andar­slitrunum“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd úr safni af eldgosi við Sundhnúksgíga í mars.
Mynd úr safni af eldgosi við Sundhnúksgíga í mars. Vísir/Vilhelm

Eldgosið við Sundhnúka virðist nú vera í andarslitrunum, samkvæmt upplýsingum frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. 

Í Facebook færslu frá hópnum segir að Hraunbráð skvettist enn smávegis og nú hafi hlaðist upp lítil gígskál innan í stóra gígnum sem hefur gosið samfellt frá 16. mars. Slíkt gerist einungis þegar krafturinn hefur minnkað verulega. Hrauntjörnin hafi því dregist mikið saman og hún storkni að hluta til inn í gígnum.

„Glóandi hraun virðist nú alfarið bundið við þessa litlu gígskál og má því segja að ekkert hraunflæði sé þessa stundina. Því ætti það í raun bara að vera tímaspursmál hvenær aðfærsluæðar gígsins stíflast og gosinu líkur. Gosórói hefur farið stöðugt minnkandi síðustu daga,“ segir í færslunni. 

Ferlið svipi til gosloka eldgosana við Litla Hrút 2023 og í Meradölum 2022, þar sem kraftur hafði haldist stöðugur um nokkurn tíma áður en hann tók að dvína og gosið fjaraði alveg út á nokkrum dögum.

Þessi spá fer þó þvert á spá jarðvísindamannanna Haralds Sigurðssonar og Gríms Björnssonar um að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Þeir bera umbrotin saman við lok Kröfluelda og telja að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram. Nánar er hægt að lesa um spá Haralds og Gríms hér að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×