Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal.
Í hádegisfréttunum verðum við í beinni útsendingu úr Öskjuhlíð, þar sem sjö hlaupa enn í Bakgarðshlaupinu. Fólkið hefur hlaupið nær stanslaust í 27 klukkustundir og á að baki tæplega 190 kílómetra.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.