„Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2024 22:19 Arnar Gunnlaugsson sá rautt þegar Víkingur tapaði 3-1 fyrir HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald undir lok leiks í 3-1 tapi gegn HK. Hann sagði HK-inga eiga fullt hrós skilið en honum þykir halla heldur mikið á sína menn í ákvörðunum dómara. „Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira