Er keisarinn ekki í neinum fötum? Hákon Gunnarsson og Bergljót Kristinsdóttir skrifa 6. maí 2024 09:02 Mikilvægi fjárhagslegrar afkomu Fjárhagsleg afkoma allra félaga og fyrirtækja skiptir miklu máli. Til að rekstrareining sé sjálfbær til lengri tíma þarf að skila fjárhagslegum ávinningi. Um það er ekki deilt. Venjulega er það svo að þegar niðurstaða ársreiknings er kynnt þá hafa menn mestan áhuga á heildarniðurstöðunni – hver afkoman í rauninni er. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 23. apríl sl. var ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 lagður fram. Þar kom fram að það er 753 milljón króna tap á A-hluta bæjarins (bæjarsjóður), ef B hluta er bætt við (stofnanir bæjarins) er afkoman neikvæð um 800 milljónir. Það var mjög athylgisvert að fylgjast með kynningu bæjarstjóra á afkomu bæjarfélagsins á fundinum. Það var ekki að sjá nema tóma hamingju í málflutningi bæjarstjórans um hversu traustur rekstur bæjarins væri. Bæjarstjóri kaus að tína til ýmsar kennitölur úr ársreikningnum sem áttu að sýna hversu stöndugur reksturinn er. Veltufé frá rekstri jókst og skuldahlutfall bæjarins lækkaði lítið eitt. Þetta var auðvitað allt mjög neyðarlegt og yfirklórið dapurt. Það má líkja þessu við að ef kaupendur af húsnæði lýstu því yfir að heimilið væri vel statt vegna þess að bókhaldið væri í plús áður en borgað væri af húsnæðisláninu. Reyndar ætti heimilið aðeins meira upp í húsnæðislánið en í fyrra! Það var rétt svo að bæjarstjóri talaði um að bærinn væri rekinn með tapi upp á 800 milljónir króna. Þá er líka stórundarlegt hversu tilkynningar Kópavogsbæjar um ársreikninga bæjarins eru misvísandi. Dæmi um það er tilvitnun í bæjarstjórann í Morgunblaðinu 20 apríl. „Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að veita góða þjónustu en á sama tíma lækka skatta á bæjarbúa“. Fyrirsögn sömu Morgunblaðsgreinar var „Tekjur nokkuð umfram áætlun“ . Þetta er afskaplega villandi framsetning og í anda þeirrar misskildu sjálfumgleði Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að fjárhagsstjórnun bæjarins. Það er lika í besta falli þversagnarkennt að það sé hvorttveggja í senn traustur rekstur að skila afkomu bæjarins með tapi og á sama tíma að hrósa sér af því að afla ekki þeirra tekna sem þarf til að skila jákvæðri fjárhagslegri afkomu. Það er auðvitað hlutverk bæjaryfirvalda að móta sýn fyrir framtíðina og móta þá tekjustrauma sem eiga að skila sér í framtíðinni. Áralangur taprekstur undir forystu Sjálfstæðisflokksins er bersýnilega afrakstur þessarar stefnu – og það þarf að hverfa af þeirri braut ef ekki á illa að fara. Ársreikningurinn endurspeglar slælega stjórnunarhætti Kópavogsbær er risavaxið fyrirtæki. Velta bæjarins er 51,6 milljarðar króna og bærinn er þriðji stærsti launagreiðandi á landinu – enda búa 10% íbúa landsins í bænum, um 40 þúsund íbúar. Slíkt hlýtur að veita samkeppnisforskot á önnur sveitarfélög, Kópavogur ætti að njóta þess sem kallað er „hagkvæmni stærðar“ í miklu ríkari mæli en þessi ársreikningur sýnir. Ef allt væri eðililegt þá ætti hér að vera blómlegur rekstur – samfélag þar sem allt er til staðar til að búa til samfélag með miklum lífsgæðum. Þetta er fjórða árið í röð sem bæjarsjóður er rekinn er rekinn með tapi eða nánast á núlli. Þegar taprekstur er viðvarandi er bara tvennt í boði. Þú þarft annaðhvort að ganga á eigur þínar eða taka lán. Það er einmitt það sem hefur gerst. Bærinn hefur þurft að fara í lántökur og á árinu 2024 voru teknir um 4 milljarðar að láni – og ef að líkum lætur er útlit fyrir jafn miklar eða meiri lántökur á árinu 2024. Afborganir lána á yfirstandandi ári eru áætlaðar um 3,6 milljarðar króna – og það má ýmislegt gera fyrir þann pening. Það er enn nöturlegra að ný lán eru tekin til að greiða niður eldri lán. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana og fjármálastjórn bæjarins í áratugi. Það er eftirminnilegt þegar Sjálfstæðismenn með Gunnar Birgisson í broddi fylkingar keyptu upp hesthúsalóðir í Glaðheimum á einbýlishúsaverði. Slíkt var ekki vænlegt til mikils fjárhagslegs ávinnings fyrir bæinn við úthlutun lóða. Vatnsendalandið kostaði stórfé og er ekki fast í hendi um að skili fjármunum í bæjarsjóð. Nýlegra dæmi um vanhugsaða stjórnunarhætti eru viðskipti bæjarins á Fannborgarreit og Traðarreit vestur í miðbæ Kópavogs. Ítrekað hefur verið rakið hversu sá gjörningur frá 2018 var misheppnaður og hefur valdið bæjarfélaginu miklu fjárhagslegu tjóni. Þar sýndi sig hversu gersamlega bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi sýnt vanhæfni sína til framtíðaruppbyggingar og að skipuleggja samtal við bæjarbúa og hagaðila um þetta gríðarlega mikilvæga mál. Ef aðrar leiðir með framtíðarávinning bæjarbúa hefðu verið farnar væru afleiðingarnar tvenns konar. 1). Við værum að sjá uppbyggingu á fallegum miðbæ í Kópavogi sem væri langt kominn. Kópavogsbær væri þegar farinn að sjá tekjur í formi útsvars og fasteignagjalda – og afkoma bæjarsjóðs væri líklega ekki taprekstur eins og núna blasir við. 2). Kópavogsbúar væru að sjá blómlegan og fallegan miðbæ sem þeir væru stoltir af og gegndi mikilvægu hlutverki í skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það er reyndar lýsandi fyrir stjórnun Kópavogsbæjar að framkvæmdum er frestað og tímaáætlanir standast ekki varðandi framkvæmdir – og er þá ekki bara um miðbæinn að ræða. Gott dæmi um það er að Kópavogur er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hefur komið upp rafhleðslustöðvum við opinberar byggingar. Ef litið er á kort af rafhleðslustöðvum á vegum bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er Kópavogur eins og raflýsing er í Norður Kóreu í samanburði við nágrannalöndin. Risaverkefni á borð við Kársnesskóla er á eftir áætlun svo munar heilu ári, viðhald hefur verið vanrækt og þannig má áfram telja. Gefum Sjálfstæðisflokknum frí Traustur fjárhagur er nauðsynlegt skilyrði til að reka bæjarfélag á borð við Kópavog. Það er hinsvegar mikill misskilningur að það dugi til að reka samfélag með miklum lífsgæðum. Íbúar þurfa að vera ánægðir og þrífast vel. Stjórnunarferlar þurfa að vera skilvirkir og traustir. Starfsfólk bæjarins þarf að líða vel í starfi og fleira má tína til. Sú ofuráhersla sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur á „trausta fjármálastjórn“ er lýsandi fyrir þá hugmyndafræði sem ræður ríkjum hjá núverandi meirihluta. Það er beinlínis hjákátlegt að hreykja sér af þessum frábæra árangri þegar um taprekstur er að ræða og segir mikið um þá villu sem núverandi meirihluti er í þegar kemur að rekstri bæjarins. Einhvern veginn virðist sem að fjöldi manns trúi því eins og nýju neti að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir fjármálum Kópavogsbæjar. Reyndar eru æ fleiri að sjá í gegnum þá mýtu og gera sér grein fyrir að það þarf ný vinnubrögð við stjórnun bæjarins. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2023 er því ekkert annað er áminning um það að gefa þarf Sjálfstæðiflokknum gott frí frá því að stýra Kópavogsbæ. Hann sýnir keisara sem ekki er í neinum fötum. Kópavogsbúar eiga betra skilið. Bergljót er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hákon er varabæjarfulltrúi og situr í Skipulagsráði fyrir hönd flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Byggðamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi fjárhagslegrar afkomu Fjárhagsleg afkoma allra félaga og fyrirtækja skiptir miklu máli. Til að rekstrareining sé sjálfbær til lengri tíma þarf að skila fjárhagslegum ávinningi. Um það er ekki deilt. Venjulega er það svo að þegar niðurstaða ársreiknings er kynnt þá hafa menn mestan áhuga á heildarniðurstöðunni – hver afkoman í rauninni er. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 23. apríl sl. var ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 lagður fram. Þar kom fram að það er 753 milljón króna tap á A-hluta bæjarins (bæjarsjóður), ef B hluta er bætt við (stofnanir bæjarins) er afkoman neikvæð um 800 milljónir. Það var mjög athylgisvert að fylgjast með kynningu bæjarstjóra á afkomu bæjarfélagsins á fundinum. Það var ekki að sjá nema tóma hamingju í málflutningi bæjarstjórans um hversu traustur rekstur bæjarins væri. Bæjarstjóri kaus að tína til ýmsar kennitölur úr ársreikningnum sem áttu að sýna hversu stöndugur reksturinn er. Veltufé frá rekstri jókst og skuldahlutfall bæjarins lækkaði lítið eitt. Þetta var auðvitað allt mjög neyðarlegt og yfirklórið dapurt. Það má líkja þessu við að ef kaupendur af húsnæði lýstu því yfir að heimilið væri vel statt vegna þess að bókhaldið væri í plús áður en borgað væri af húsnæðisláninu. Reyndar ætti heimilið aðeins meira upp í húsnæðislánið en í fyrra! Það var rétt svo að bæjarstjóri talaði um að bærinn væri rekinn með tapi upp á 800 milljónir króna. Þá er líka stórundarlegt hversu tilkynningar Kópavogsbæjar um ársreikninga bæjarins eru misvísandi. Dæmi um það er tilvitnun í bæjarstjórann í Morgunblaðinu 20 apríl. „Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að veita góða þjónustu en á sama tíma lækka skatta á bæjarbúa“. Fyrirsögn sömu Morgunblaðsgreinar var „Tekjur nokkuð umfram áætlun“ . Þetta er afskaplega villandi framsetning og í anda þeirrar misskildu sjálfumgleði Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að fjárhagsstjórnun bæjarins. Það er lika í besta falli þversagnarkennt að það sé hvorttveggja í senn traustur rekstur að skila afkomu bæjarins með tapi og á sama tíma að hrósa sér af því að afla ekki þeirra tekna sem þarf til að skila jákvæðri fjárhagslegri afkomu. Það er auðvitað hlutverk bæjaryfirvalda að móta sýn fyrir framtíðina og móta þá tekjustrauma sem eiga að skila sér í framtíðinni. Áralangur taprekstur undir forystu Sjálfstæðisflokksins er bersýnilega afrakstur þessarar stefnu – og það þarf að hverfa af þeirri braut ef ekki á illa að fara. Ársreikningurinn endurspeglar slælega stjórnunarhætti Kópavogsbær er risavaxið fyrirtæki. Velta bæjarins er 51,6 milljarðar króna og bærinn er þriðji stærsti launagreiðandi á landinu – enda búa 10% íbúa landsins í bænum, um 40 þúsund íbúar. Slíkt hlýtur að veita samkeppnisforskot á önnur sveitarfélög, Kópavogur ætti að njóta þess sem kallað er „hagkvæmni stærðar“ í miklu ríkari mæli en þessi ársreikningur sýnir. Ef allt væri eðililegt þá ætti hér að vera blómlegur rekstur – samfélag þar sem allt er til staðar til að búa til samfélag með miklum lífsgæðum. Þetta er fjórða árið í röð sem bæjarsjóður er rekinn er rekinn með tapi eða nánast á núlli. Þegar taprekstur er viðvarandi er bara tvennt í boði. Þú þarft annaðhvort að ganga á eigur þínar eða taka lán. Það er einmitt það sem hefur gerst. Bærinn hefur þurft að fara í lántökur og á árinu 2024 voru teknir um 4 milljarðar að láni – og ef að líkum lætur er útlit fyrir jafn miklar eða meiri lántökur á árinu 2024. Afborganir lána á yfirstandandi ári eru áætlaðar um 3,6 milljarðar króna – og það má ýmislegt gera fyrir þann pening. Það er enn nöturlegra að ný lán eru tekin til að greiða niður eldri lán. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana og fjármálastjórn bæjarins í áratugi. Það er eftirminnilegt þegar Sjálfstæðismenn með Gunnar Birgisson í broddi fylkingar keyptu upp hesthúsalóðir í Glaðheimum á einbýlishúsaverði. Slíkt var ekki vænlegt til mikils fjárhagslegs ávinnings fyrir bæinn við úthlutun lóða. Vatnsendalandið kostaði stórfé og er ekki fast í hendi um að skili fjármunum í bæjarsjóð. Nýlegra dæmi um vanhugsaða stjórnunarhætti eru viðskipti bæjarins á Fannborgarreit og Traðarreit vestur í miðbæ Kópavogs. Ítrekað hefur verið rakið hversu sá gjörningur frá 2018 var misheppnaður og hefur valdið bæjarfélaginu miklu fjárhagslegu tjóni. Þar sýndi sig hversu gersamlega bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi sýnt vanhæfni sína til framtíðaruppbyggingar og að skipuleggja samtal við bæjarbúa og hagaðila um þetta gríðarlega mikilvæga mál. Ef aðrar leiðir með framtíðarávinning bæjarbúa hefðu verið farnar væru afleiðingarnar tvenns konar. 1). Við værum að sjá uppbyggingu á fallegum miðbæ í Kópavogi sem væri langt kominn. Kópavogsbær væri þegar farinn að sjá tekjur í formi útsvars og fasteignagjalda – og afkoma bæjarsjóðs væri líklega ekki taprekstur eins og núna blasir við. 2). Kópavogsbúar væru að sjá blómlegan og fallegan miðbæ sem þeir væru stoltir af og gegndi mikilvægu hlutverki í skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það er reyndar lýsandi fyrir stjórnun Kópavogsbæjar að framkvæmdum er frestað og tímaáætlanir standast ekki varðandi framkvæmdir – og er þá ekki bara um miðbæinn að ræða. Gott dæmi um það er að Kópavogur er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hefur komið upp rafhleðslustöðvum við opinberar byggingar. Ef litið er á kort af rafhleðslustöðvum á vegum bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er Kópavogur eins og raflýsing er í Norður Kóreu í samanburði við nágrannalöndin. Risaverkefni á borð við Kársnesskóla er á eftir áætlun svo munar heilu ári, viðhald hefur verið vanrækt og þannig má áfram telja. Gefum Sjálfstæðisflokknum frí Traustur fjárhagur er nauðsynlegt skilyrði til að reka bæjarfélag á borð við Kópavog. Það er hinsvegar mikill misskilningur að það dugi til að reka samfélag með miklum lífsgæðum. Íbúar þurfa að vera ánægðir og þrífast vel. Stjórnunarferlar þurfa að vera skilvirkir og traustir. Starfsfólk bæjarins þarf að líða vel í starfi og fleira má tína til. Sú ofuráhersla sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur á „trausta fjármálastjórn“ er lýsandi fyrir þá hugmyndafræði sem ræður ríkjum hjá núverandi meirihluta. Það er beinlínis hjákátlegt að hreykja sér af þessum frábæra árangri þegar um taprekstur er að ræða og segir mikið um þá villu sem núverandi meirihluti er í þegar kemur að rekstri bæjarins. Einhvern veginn virðist sem að fjöldi manns trúi því eins og nýju neti að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir fjármálum Kópavogsbæjar. Reyndar eru æ fleiri að sjá í gegnum þá mýtu og gera sér grein fyrir að það þarf ný vinnubrögð við stjórnun bæjarins. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2023 er því ekkert annað er áminning um það að gefa þarf Sjálfstæðiflokknum gott frí frá því að stýra Kópavogsbæ. Hann sýnir keisara sem ekki er í neinum fötum. Kópavogsbúar eiga betra skilið. Bergljót er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hákon er varabæjarfulltrúi og situr í Skipulagsráði fyrir hönd flokksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun