Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 09:53 Elín Hirst og fleiri aðstandendur íbúa Sóltúns hafa áhyggjur af því að fyrirhugaðar framkvæmdir muni valda íbúum miklum óþægindum Vísir Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira