Á að banna TikTok? Óttar Birgisson skrifar 6. maí 2024 12:01 Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun