„Stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:30 Magnús Jóhann Ragnarsson er viðmælandi vikunnar í Hvað er í töskunni? Grafík/Vísir Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Það leynist ýmislegt skemmtilegt í töskunni hjá Magnúsi Jóhanni eins og sjá má hér: Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Magga píanó. Aðsend Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Mín taska geymir alltaf fartölvuna mína, hún er heilinn í flestu því sem ég geri, tek upp og geri alla tónlistina mína á henni og því fylgir hún mér á flesta staði. Það sem er einnig í henni á þessari stundu er JS Sloane geldolla, Fischersund 54 ilmur, sólgleraugu, hleðslutæki og nokkrir aðrir fúnksjonal hlutir á borð við stúdíó- og giggdagbókina mína, nótnaskriftarbók, panodil, „in-ear“ heyrnartól, pennaveski og dagbókin mín. Svo þegar ég er að fara að spila einhvers staðar þá hýsir taskan mín líka hljóðkort, snúrur, nótnablöð, settlista og fleira í þeim dúr. Svo er ég líka að dunda við að lesa Rick Rubin bókina þannig að hún er líka í töskunni minni þessa dagana. Fartölvan gegnir mikilvægu hlutverki í lífi og starfi Magga. Aðsend Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Dagbókin mín er gömul stílabók sem afi minn úr Vestmannaeyjum átti og merkti fremst. Þykir mjög vænt um hana. Sömuleiðis dýrka ég Filson Tablet töskuna mína. Ég hef átt hana í mörg ár og ferðast með hana út um allan heim, hefur iðulega verið stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað. Dagbókin er í miklu uppáhaldi hjá Magga. Aðsend Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Fartölvan, gelið og nótnaskriftarbókin fer með mér út í daginn í 96% tilfella. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Um þessar mundir er það Burberry taska sem mér áskotnaðist nýlega. Hún er í geggjuðum lit, með flottum ströppum, frekar látlaus og hönnunin þykir mér tímalaus. Efnið er það sama og í hinum sígildu Burberry frökkum og taskan gengur við flestar mínar múnderingar. Burberry taskan. Aðsend Ertu duglegur að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ekki beint. Hin trausta Filson taska hefur safnað allskonar rusli í gegnum tíðina. Oftast birtist eitthvað óvænt þegar hún er tæmd annað slagið. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Alla jafna er ég bara með eina tösku út daginn sem inniheldur helstu nauðsynjar, en ég á svakalega gæjalega Filson Duffle tösku í stíl við Filson Tablet töskuna. Stundum nota ég duffle sem sundtösku eða ef ég fer í ferðalag þá þykir mér gaman að hafa þær í stíl. Filson parið. Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Flestar mínar töskur eru ekkert sérlega tröllvaxnar og duga mér ágætlega. Hinsvegar á ég ferlega stóra tösku undir skvassdótið mitt. Hún er eiginlega óhóflega íturvaxin og eintómt lúkk atriði enda sagði Coco Chanel: „Every day is a fashion show and the world is your runway“ Skvass taskan umrædda. Aðsend Hér má hlusta á Magnús Jóhann á streymisveitunni Spotify. Hvað er í töskunni? Tískutal Tengdar fréttir Alltaf með naglaþjöl en gleymir stundum lyklunum Tískuhönnuðurinn Berglind Hlynsdóttir hannar undir nafninu Bosk og hefur vakið athygli fyrir einstakar og litríkar töskur. Það er búið að vera mikið um að vera hjá Berglindi í kringum HönnunarMars og er hún gjarnan með marga bolta á lofti en hún gaf sér tíma til þess að veita lesendum Vísis innsýn í töskuna sína í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 2. maí 2024 11:31 „Elska að hafa skipulagt kaos“ Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar stendur á tímamótum þar sem hún og kollegi hennar Magnea eru að opna nýja verslun við Hafnartorg. Þær fögnuðu opnuninni með pompi og prakt í gær og hafa síðustu dagar því verið mjög viðburðaríkir en Aníta gaf sér þó tíma til að opna tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 25. apríl 2024 11:30 Myndavél frá afa algjör fjársjóður Markaðsstjórinn og tískuskvísan Maja Mist er mikið töskukona og hefur fjárfest í nokkrum hátískutöskum í gegnum tíðina. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 18. apríl 2024 11:30 Munnskolið mikilvægt í förðunarstarfinu Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 11. apríl 2024 11:31 Er sannkölluð Mary Poppins þegar það kemur að töskunni Heiður Ósk Eggertsdóttir er förðunarfræðingur, ofurskvísa og eigandi Reykjavik MakeUp School. Hún er með ýmislegt í töskunni hjá sér og deilir því hér með lesendum Vísis. 28. mars 2024 11:30 Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. 21. mars 2024 11:30 Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31 Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30 Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31 Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira
Það leynist ýmislegt skemmtilegt í töskunni hjá Magnúsi Jóhanni eins og sjá má hér: Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Magga píanó. Aðsend Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Mín taska geymir alltaf fartölvuna mína, hún er heilinn í flestu því sem ég geri, tek upp og geri alla tónlistina mína á henni og því fylgir hún mér á flesta staði. Það sem er einnig í henni á þessari stundu er JS Sloane geldolla, Fischersund 54 ilmur, sólgleraugu, hleðslutæki og nokkrir aðrir fúnksjonal hlutir á borð við stúdíó- og giggdagbókina mína, nótnaskriftarbók, panodil, „in-ear“ heyrnartól, pennaveski og dagbókin mín. Svo þegar ég er að fara að spila einhvers staðar þá hýsir taskan mín líka hljóðkort, snúrur, nótnablöð, settlista og fleira í þeim dúr. Svo er ég líka að dunda við að lesa Rick Rubin bókina þannig að hún er líka í töskunni minni þessa dagana. Fartölvan gegnir mikilvægu hlutverki í lífi og starfi Magga. Aðsend Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Dagbókin mín er gömul stílabók sem afi minn úr Vestmannaeyjum átti og merkti fremst. Þykir mjög vænt um hana. Sömuleiðis dýrka ég Filson Tablet töskuna mína. Ég hef átt hana í mörg ár og ferðast með hana út um allan heim, hefur iðulega verið stútfull og við það að springa en hefur aldrei klikkað. Dagbókin er í miklu uppáhaldi hjá Magga. Aðsend Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Fartölvan, gelið og nótnaskriftarbókin fer með mér út í daginn í 96% tilfella. View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Um þessar mundir er það Burberry taska sem mér áskotnaðist nýlega. Hún er í geggjuðum lit, með flottum ströppum, frekar látlaus og hönnunin þykir mér tímalaus. Efnið er það sama og í hinum sígildu Burberry frökkum og taskan gengur við flestar mínar múnderingar. Burberry taskan. Aðsend Ertu duglegur að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ekki beint. Hin trausta Filson taska hefur safnað allskonar rusli í gegnum tíðina. Oftast birtist eitthvað óvænt þegar hún er tæmd annað slagið. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Alla jafna er ég bara með eina tösku út daginn sem inniheldur helstu nauðsynjar, en ég á svakalega gæjalega Filson Duffle tösku í stíl við Filson Tablet töskuna. Stundum nota ég duffle sem sundtösku eða ef ég fer í ferðalag þá þykir mér gaman að hafa þær í stíl. Filson parið. Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Flestar mínar töskur eru ekkert sérlega tröllvaxnar og duga mér ágætlega. Hinsvegar á ég ferlega stóra tösku undir skvassdótið mitt. Hún er eiginlega óhóflega íturvaxin og eintómt lúkk atriði enda sagði Coco Chanel: „Every day is a fashion show and the world is your runway“ Skvass taskan umrædda. Aðsend Hér má hlusta á Magnús Jóhann á streymisveitunni Spotify.
Hvað er í töskunni? Tískutal Tengdar fréttir Alltaf með naglaþjöl en gleymir stundum lyklunum Tískuhönnuðurinn Berglind Hlynsdóttir hannar undir nafninu Bosk og hefur vakið athygli fyrir einstakar og litríkar töskur. Það er búið að vera mikið um að vera hjá Berglindi í kringum HönnunarMars og er hún gjarnan með marga bolta á lofti en hún gaf sér tíma til þess að veita lesendum Vísis innsýn í töskuna sína í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 2. maí 2024 11:31 „Elska að hafa skipulagt kaos“ Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar stendur á tímamótum þar sem hún og kollegi hennar Magnea eru að opna nýja verslun við Hafnartorg. Þær fögnuðu opnuninni með pompi og prakt í gær og hafa síðustu dagar því verið mjög viðburðaríkir en Aníta gaf sér þó tíma til að opna tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 25. apríl 2024 11:30 Myndavél frá afa algjör fjársjóður Markaðsstjórinn og tískuskvísan Maja Mist er mikið töskukona og hefur fjárfest í nokkrum hátískutöskum í gegnum tíðina. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 18. apríl 2024 11:30 Munnskolið mikilvægt í förðunarstarfinu Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 11. apríl 2024 11:31 Er sannkölluð Mary Poppins þegar það kemur að töskunni Heiður Ósk Eggertsdóttir er förðunarfræðingur, ofurskvísa og eigandi Reykjavik MakeUp School. Hún er með ýmislegt í töskunni hjá sér og deilir því hér með lesendum Vísis. 28. mars 2024 11:30 Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. 21. mars 2024 11:30 Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31 Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30 Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31 Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira
Alltaf með naglaþjöl en gleymir stundum lyklunum Tískuhönnuðurinn Berglind Hlynsdóttir hannar undir nafninu Bosk og hefur vakið athygli fyrir einstakar og litríkar töskur. Það er búið að vera mikið um að vera hjá Berglindi í kringum HönnunarMars og er hún gjarnan með marga bolta á lofti en hún gaf sér tíma til þess að veita lesendum Vísis innsýn í töskuna sína í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 2. maí 2024 11:31
„Elska að hafa skipulagt kaos“ Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar stendur á tímamótum þar sem hún og kollegi hennar Magnea eru að opna nýja verslun við Hafnartorg. Þær fögnuðu opnuninni með pompi og prakt í gær og hafa síðustu dagar því verið mjög viðburðaríkir en Aníta gaf sér þó tíma til að opna tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 25. apríl 2024 11:30
Myndavél frá afa algjör fjársjóður Markaðsstjórinn og tískuskvísan Maja Mist er mikið töskukona og hefur fjárfest í nokkrum hátískutöskum í gegnum tíðina. Hún opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 18. apríl 2024 11:30
Munnskolið mikilvægt í förðunarstarfinu Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? 11. apríl 2024 11:31
Er sannkölluð Mary Poppins þegar það kemur að töskunni Heiður Ósk Eggertsdóttir er förðunarfræðingur, ofurskvísa og eigandi Reykjavik MakeUp School. Hún er með ýmislegt í töskunni hjá sér og deilir því hér með lesendum Vísis. 28. mars 2024 11:30
Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. 21. mars 2024 11:30
Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31
Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30
Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31
Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30