Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 16:05 Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns og Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags. Vísir/Arnar/Sóltún Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53