Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 16:05 Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns og Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags. Vísir/Arnar/Sóltún Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53