Innlent

Á­kall frá föður látins fanga og beina­grindur á Bessa­stöðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hann og formann Afstöðu um aðstæður fanga.

Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Við kynnum okkur málið í kvöldfréttum. Þá sjáum við myndir frá Gaza en fólk streymir nú frá borginni Rafah vegna yfirvofandi árásar Ísraelshers.

Við verðum einnig í beinni með fulltrúa Icelandair en flugfélögin undirbúa nú mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðs verkfalls á Keflavíkurflugvelli. Þá förum við á Bessastaði og sjáum beinagrindur sem komu í ljós við framkvæmdir við Bessastaðakirkju, kíkjum til Færeyja þar sem verið er að lappa upp á ferðamannastaði og verðum í beinni frá Öskjuhlíð þar sem tvær konur standa enn eftir í bakgarðshlaupinu.

Í Sportpakkanum verðum við í beinni frá Kópavogsvelli þar sem stórleikur er fram undan í kvöld og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Höllu Tómasar.

Þetta og fleira í opinni dagskrá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×