Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2024 19:30 Tómas Ingvason er faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni um liðna helgi. Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát þrjátíu og tveggja ára karlmanns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla Hrauni í gærmorgun. Ekki er uppi grunur um saknæmt athæfi. Tómas berst fyrir umbótum á kerfinu sem sonur hans var fastur í. „Ég hef bara ekkert sofið og maður er í lausu lofti. Bróðir hans deyr fyrir sjö árum á sama degi.“ Á sama degi? „Já, og þess vegna vil ég fara með þetta í blöðin og eins langt og hægt er.“ Hvað kom fyrir bróður hans? „Hann fannst látinn inni á hótelherbergi á Alicante á Spáni. Hann var búinn að vera inni og úti á Litla-Hrauni og Sogni og allt saman líka og enginn hjálp fyrir hann og engin hjálp fyrir þennan númer tvö.“ Það sé stór pakki að missa tvo syni. „Ég ætla að reyna að koma til Íslands, ég ætla að halda áfram í blöðum, halda áfram að vinna að umbótum fyrir fanga á Litla-Hrauni; að fólk sé ekki að deyja í hrönnum inni á Litla-Hrauni. Þarna liggur hjartað mitt, í minningu hans.“ Tómas er gagnrýninn á fangelsismálayfirvöld. Þegar menn séu frelsissviptir séu þeir á ábyrgð fangelsismálayfirvalda og segir greinilegt að menn hafi ekki haft nægt eftirlit í ljósi þess hvernig fór. Þungbært að fara aftur inn á Litla-Hraun Hinn látni hafði bæði afplánað í lokuðu og opnu fangelsi og var kominn inn á áfangaheimilið Vernd en var gert að fara aftur inn á Litla-Hraun eftir meint brot og lést skömmu síðar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu segir þetta afar þungbæran tímapunkt fyrir fanga og að hlúa hefði þurft að andlegu hliðinni. „Það er áfall að fara í fangelsi og það er enn meira áfall þegar þú ert kominn í einhvers konar framför í kerfinu að þér sé kippt til baka, það er mjög erfitt.“ Hann er gagnrýninn á stjórnvöld og kallar eftir endurhæfingarstefnu. „Það segir sig sjálft, þegar við erum ekki með stefnu í fangelsismálum, að svona hlutir gerast. Ég verð að segja að ég er orðinn afar þreyttur á að koma í viðtal eftir viðtal og vekja athygli á þessu, að við þurfum stefnu í málaflokknum, við þurfum að taka upp endurhæfingarstefnu og vinna með fólki sem er þarna inni. Þetta er oft og tíðum veikt fólk og fólk sem þarf mikla aðstoð og andlega aðstoð, eins og í þessu tilfelli.“ Þetta hafi hann margsinnis bent á. „Menn eru í þessari hringiðu glæpa, fangelsa, heimilisleysis og þetta endar alltaf með ósköpum og fyrir samfélagið allt; við getum tekið á þessu, við getum komið í veg fyrir atvik eins og þessi og við getum komið í veg fyrir glæpi en við erum bara ekki að gera það, þetta er í boði yfirvalda.“ Tómasi finnst mikilvægt að fólk átti sig á að sonur hans hafi verið meira en vandamálin sem hann glímdi við. „Hann var bara ljós í lífinu mínu og hefur alltaf verið.“ Geðheilbrigði Fangelsismál Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát þrjátíu og tveggja ára karlmanns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla Hrauni í gærmorgun. Ekki er uppi grunur um saknæmt athæfi. Tómas berst fyrir umbótum á kerfinu sem sonur hans var fastur í. „Ég hef bara ekkert sofið og maður er í lausu lofti. Bróðir hans deyr fyrir sjö árum á sama degi.“ Á sama degi? „Já, og þess vegna vil ég fara með þetta í blöðin og eins langt og hægt er.“ Hvað kom fyrir bróður hans? „Hann fannst látinn inni á hótelherbergi á Alicante á Spáni. Hann var búinn að vera inni og úti á Litla-Hrauni og Sogni og allt saman líka og enginn hjálp fyrir hann og engin hjálp fyrir þennan númer tvö.“ Það sé stór pakki að missa tvo syni. „Ég ætla að reyna að koma til Íslands, ég ætla að halda áfram í blöðum, halda áfram að vinna að umbótum fyrir fanga á Litla-Hrauni; að fólk sé ekki að deyja í hrönnum inni á Litla-Hrauni. Þarna liggur hjartað mitt, í minningu hans.“ Tómas er gagnrýninn á fangelsismálayfirvöld. Þegar menn séu frelsissviptir séu þeir á ábyrgð fangelsismálayfirvalda og segir greinilegt að menn hafi ekki haft nægt eftirlit í ljósi þess hvernig fór. Þungbært að fara aftur inn á Litla-Hraun Hinn látni hafði bæði afplánað í lokuðu og opnu fangelsi og var kominn inn á áfangaheimilið Vernd en var gert að fara aftur inn á Litla-Hraun eftir meint brot og lést skömmu síðar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu segir þetta afar þungbæran tímapunkt fyrir fanga og að hlúa hefði þurft að andlegu hliðinni. „Það er áfall að fara í fangelsi og það er enn meira áfall þegar þú ert kominn í einhvers konar framför í kerfinu að þér sé kippt til baka, það er mjög erfitt.“ Hann er gagnrýninn á stjórnvöld og kallar eftir endurhæfingarstefnu. „Það segir sig sjálft, þegar við erum ekki með stefnu í fangelsismálum, að svona hlutir gerast. Ég verð að segja að ég er orðinn afar þreyttur á að koma í viðtal eftir viðtal og vekja athygli á þessu, að við þurfum stefnu í málaflokknum, við þurfum að taka upp endurhæfingarstefnu og vinna með fólki sem er þarna inni. Þetta er oft og tíðum veikt fólk og fólk sem þarf mikla aðstoð og andlega aðstoð, eins og í þessu tilfelli.“ Þetta hafi hann margsinnis bent á. „Menn eru í þessari hringiðu glæpa, fangelsa, heimilisleysis og þetta endar alltaf með ósköpum og fyrir samfélagið allt; við getum tekið á þessu, við getum komið í veg fyrir atvik eins og þessi og við getum komið í veg fyrir glæpi en við erum bara ekki að gera það, þetta er í boði yfirvalda.“ Tómasi finnst mikilvægt að fólk átti sig á að sonur hans hafi verið meira en vandamálin sem hann glímdi við. „Hann var bara ljós í lífinu mínu og hefur alltaf verið.“
Geðheilbrigði Fangelsismál Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59
Nýtt fangelsi byggt á Litla-Hrauni Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru boðaðar á blaðamannafundi á Litla-Hrauni í morgun. Til stendur að byggja nýtt fangelsi, fjölga opnum rýmum á Sogni og endurskoða lög um fullnustu refsinga. Aukin áhersla verður lögð á betrun. 25. september 2023 09:52