Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:26 Mikinn reyk lá yfir Rafah þegar Ísraelsher fór að gera árásir á borgina í dag. AP Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira