„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Þorleifur Ólafsson fer svekktur í sumarfrí löngu á undan áætlun. Nú tekur við vinna við að finna heimavöll næsta tímabil. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. „Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að láta sópa sér út í 4-liða sem var alls ekki planið. Bara virkilega svekkjandi.“ Grindvíkingar litu ágætlega út framan af leik og voru komnir með ágætis tök á leiknum í þriðja leikhluta, en þá varð hrun. „Mér leið bara virkilega vel í byrjun þriðja, bara loksins. En svo einhvern veginn bara virtist Njarðvík bara setja í einhvern annan gír sem við réðum ekki við og því fór sem fór.“ Þorleifur var djúpt hugsi yfir eigin frammistöðu eftir þrjú töp í röð. „Eftir svona tap þá fer maður bara að pæla og hugsa: „Er Njarðvíkurliðið bara miklu betur þjálfað heldur en Grindavíkurliðið?“ - Ég er virkilega stoltur af stelpunum. Þær börðust. Var ég með lausnir fyrir þær? Þær voru að skipta þrjá leiki hérna og við náðum ekki alveg að nógu vel úr því. Er það þeirra? Það er alls ekki þeirra.“ Hann tók á sig alla sök fyrir frammistöðu liðsins í þessu einvígi og sagðist einfaldlega ekki hafa fundið lausnir á leik Njarðvíkur. „Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir en við vorum með. Ég set bara stórt spurningamerki við það. Ég hefði klárlega geta gert betur í þessum aðstæðum. Sérstaklega að þær séu bara að spila mjög svipað alla þrjá leikina og við séum að tapa 3-0.“ Þorleifur gerði á sínum tíma þriggja ára samning við Grindavík og hann er nú á enda. Hann sagðist ekki vera farinn að hugsa neitt um framtíðina enda væri fókusinn á að finna heimavöll fyrir liðið, en Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG. „Nei, alls ekki. Við ætluðum klárlega að fara lengra. Eins og þú veist og allir, þá eru skrítnir tímar og einnig framundan. Maður er bara reyna að vinna í því að reyna að tryggja heimavöll áfram næsta tímabil. Það bara kemur í ljós hvað verður. Ég er búinn með mín þrjú ár sem ég ætlaði að taka. Búið að vera gaman og lærdómsríkt. Ef það er tíma til að einhver annar taki við þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. En ef ekki, þá þarf ég bara að skoða mín mál og hvort ég sé tilbúinn að halda áfram.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Sjá meira