Innlent

Þrír hand­teknir vegna vopna­laga­brota og tveir vegna líkams­á­rásar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði verið sleginn með spýtu í höfuðið.
Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði verið sleginn með spýtu í höfuðið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í Hafnarfirði í nótt fyrir vopnalagabrot. Þá eru viðkomandi sagðir hafa hunsað fyrirmæli lögreglu.

Þremenningarnir voru látnir lausir að loknu viðtali á lögreglustöð.

Tveir voru handteknir í póstnúmerinu 108 í tengslum við líkamsárás. Þá var ökumaður stöðvaður í 104 með stolna kerru í eftirdragi. Sá er einnig grunaður um akstur undir á hrifum fíkniefna.

Fleiri voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og þá var einn handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Lögreglu barst einnig tilkynning um umferðarslys í miðborginni þar sem maður á rafmagnshjóli hjólaði á gangandi vegfaraanda. Báðir voru fluttir á bráðmóttöku Landspítala til skoðunar.

Þá var einnig tilkynnt um eld í íbúðarhúsnæði í Kópavogi. Þar hafði kviknað í út frá þurrkara. Slökkviliðið mætti á svæðið, slökkti eldinn og reykræsti en töluverðar skemmdir urðu á baðherberginu þar sem þurrkarinn var geymdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×