Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 09:27 Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, líst afar vel á nýja stefnu Samfylkingarinnar í orkumálum. Vísir/Vilhelm Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. Jóni Gunnarssyni líst vel á umskiptin sem hafa orðið í Samfylkingunni hvað varðar orkumálin og segist fagna því þegar fleiri „koma á vagninn“. Hann hafi samt sem áður athugasemdir við nýja stefnu Samfylkingarinnar og hvernig þau hafi skautað yfir fortíð sína. Ný stefna í atvinnu- og samgöngumálum var kynnt hana á flokksstjórnarfundi sínum í lok síðasta mánaðar. Jón segir orkumálin grunninn að því að byggja upp velmegunarsamfélag á Íslandi. Orkumálin séu einnig þáttur í byggðastefnu, þjóðaröryggi. Hann segir Alþingi bera mikla ábyrgð og flestir séu sammála um að snúa blaðinu við. Það sé þó ágreiningur, innan til dæmis ríkisstjórnarinnar, sem hann hafi gagnrýnt. Jóhann Páll segir umræðuna síðustu ár og mánuði hafa einkennst af „öskurkeppni“ annars vegar þeirra sem vilji „virkja og virkja“ og gefa afslátt af kröfum um náttúruvernd og samráði og svo hins vegar þeirra sem vilja ekkert virkja. Það sé hægt að loka verksmiðjum til að fá orku og segja upp samningum við stórnotendur. „Við í Samfylkingunni erum ósammála báðum þessum röddum,“ segir Jóhann Páll og það sé ekki raunhæft ef litið er til atvinnustigs og útflutningstekna í landinu að loka til dæmis álverum til að tryggja íslenskum heimilum orku. Rammaáætlun vannýtt tæki Hann segir rammaáætlun tæki sem við eigum en að það þurfi stöðugt að endurskoða hana. Stóra vandamálið við hana sé þó aðallega hvernig stjórnmálamenn hafi umgengist hana. Ráðherra eigi að leggja fram þingsályktunartillögu á fjögurra ára fresti og að Alþingi afgreiddi málið á sama tíma. Það sem hafi svo gerst sé að ekkert hafi verið gert í níu ár og það megi, meðal annars, rekja til ágreinings innan ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma sé leyfisveitingakerfið svifaseint og því sé dráttur á undirbúningi nýrra virkjanna. Þegar meiri vilji er til staðar „til að spýta í lófana“ taki það samt langan tíma. Jóhann Páll segir nýja sýn Samfylkingarinnar horfa til bæði nýtingarkosta og náttúruverndar. Þau sjái fram á að geta sett raforkuöflunarmarkmið og á næstu tíu árum sé hægt að auka raforkuvinnslu um fimm teravattstundir. Þannig sé hægt að tryggja orkuskipti og verðmætasköpun. Jón segir samfélagið verða fyrir miklu tjóni árlega vegna aðgerðaleysis í tengslum við rammaáætlun. Það geti hlaupið á tugum milljarða og við gætum verið komin miklu lengra ef tillögum verkefnastjórnar rammaætlunar í öðrum fasa hefði verið fylgt. Þar hafi virkjanakostir verið metnir út frá náttúruvernd en í meðferð þingsins hafi allir vatnsaflskostir nema Hvalárvirkjum verið teknir út. Allir hinir kostirnir hafi verið jarðvarmakostir. Leyfisferlið einfaldað Spurðir hvað eigi að gera fyrir fólkið í landinu í dag segir Jóhann Páll að verkefnastjórn rammaáætlunar hafi endurmetið Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun en málið sé fast í ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið utan um orkumálin síðustu tíu árin en lítið gerst. Hann bendir á að í tillögum Samfylkingarinnar sé til dæmis lagt til að leyfisveitingaferlið verði einfaldað og tímafrestir lögbundnir og að þær umsóknir á verkefnum sem eru í nýtingaflokki verði settar efst í bunkann og afgreiddar. Að innheimt verði þjónustugjöld af framkvæmdaaðilum svo hægt sé að tryggja að Orkustofnun geti unnið sín verkefni. „En stóra málið hlýtur að vera að afgreiða rammaáætlun reglulega og tryggja að, eins og Jón kemur inn á, að það séu raunhæfir kostir í nýtingarflokki,“ segir Jóhann Páll. Sem dæmi séu fimm af þeim tíu kostum sem séu í jarðvarmakosti á Reykjanesi og í uppnámi vegna jarðhræringa. Það þurfi að horfa betur um allt land. „Þetta hljómar allt eins og konfekt í mínum eyrum,“ segir Jón við þessu. Spurðir um aðra kosti segir Jón að það sé mikilvægt að skoða allt sem í boði er. Það séu tækifæri í vindi og sól en það séu ekki endilega stóru lausnirnar í orkumálum Íslendinga. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að ofan. Orkuskipti Orkumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. 30. apríl 2024 13:21 Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. 24. apríl 2024 22:03 Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Jóni Gunnarssyni líst vel á umskiptin sem hafa orðið í Samfylkingunni hvað varðar orkumálin og segist fagna því þegar fleiri „koma á vagninn“. Hann hafi samt sem áður athugasemdir við nýja stefnu Samfylkingarinnar og hvernig þau hafi skautað yfir fortíð sína. Ný stefna í atvinnu- og samgöngumálum var kynnt hana á flokksstjórnarfundi sínum í lok síðasta mánaðar. Jón segir orkumálin grunninn að því að byggja upp velmegunarsamfélag á Íslandi. Orkumálin séu einnig þáttur í byggðastefnu, þjóðaröryggi. Hann segir Alþingi bera mikla ábyrgð og flestir séu sammála um að snúa blaðinu við. Það sé þó ágreiningur, innan til dæmis ríkisstjórnarinnar, sem hann hafi gagnrýnt. Jóhann Páll segir umræðuna síðustu ár og mánuði hafa einkennst af „öskurkeppni“ annars vegar þeirra sem vilji „virkja og virkja“ og gefa afslátt af kröfum um náttúruvernd og samráði og svo hins vegar þeirra sem vilja ekkert virkja. Það sé hægt að loka verksmiðjum til að fá orku og segja upp samningum við stórnotendur. „Við í Samfylkingunni erum ósammála báðum þessum röddum,“ segir Jóhann Páll og það sé ekki raunhæft ef litið er til atvinnustigs og útflutningstekna í landinu að loka til dæmis álverum til að tryggja íslenskum heimilum orku. Rammaáætlun vannýtt tæki Hann segir rammaáætlun tæki sem við eigum en að það þurfi stöðugt að endurskoða hana. Stóra vandamálið við hana sé þó aðallega hvernig stjórnmálamenn hafi umgengist hana. Ráðherra eigi að leggja fram þingsályktunartillögu á fjögurra ára fresti og að Alþingi afgreiddi málið á sama tíma. Það sem hafi svo gerst sé að ekkert hafi verið gert í níu ár og það megi, meðal annars, rekja til ágreinings innan ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma sé leyfisveitingakerfið svifaseint og því sé dráttur á undirbúningi nýrra virkjanna. Þegar meiri vilji er til staðar „til að spýta í lófana“ taki það samt langan tíma. Jóhann Páll segir nýja sýn Samfylkingarinnar horfa til bæði nýtingarkosta og náttúruverndar. Þau sjái fram á að geta sett raforkuöflunarmarkmið og á næstu tíu árum sé hægt að auka raforkuvinnslu um fimm teravattstundir. Þannig sé hægt að tryggja orkuskipti og verðmætasköpun. Jón segir samfélagið verða fyrir miklu tjóni árlega vegna aðgerðaleysis í tengslum við rammaáætlun. Það geti hlaupið á tugum milljarða og við gætum verið komin miklu lengra ef tillögum verkefnastjórnar rammaætlunar í öðrum fasa hefði verið fylgt. Þar hafi virkjanakostir verið metnir út frá náttúruvernd en í meðferð þingsins hafi allir vatnsaflskostir nema Hvalárvirkjum verið teknir út. Allir hinir kostirnir hafi verið jarðvarmakostir. Leyfisferlið einfaldað Spurðir hvað eigi að gera fyrir fólkið í landinu í dag segir Jóhann Páll að verkefnastjórn rammaáætlunar hafi endurmetið Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun en málið sé fast í ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið utan um orkumálin síðustu tíu árin en lítið gerst. Hann bendir á að í tillögum Samfylkingarinnar sé til dæmis lagt til að leyfisveitingaferlið verði einfaldað og tímafrestir lögbundnir og að þær umsóknir á verkefnum sem eru í nýtingaflokki verði settar efst í bunkann og afgreiddar. Að innheimt verði þjónustugjöld af framkvæmdaaðilum svo hægt sé að tryggja að Orkustofnun geti unnið sín verkefni. „En stóra málið hlýtur að vera að afgreiða rammaáætlun reglulega og tryggja að, eins og Jón kemur inn á, að það séu raunhæfir kostir í nýtingarflokki,“ segir Jóhann Páll. Sem dæmi séu fimm af þeim tíu kostum sem séu í jarðvarmakosti á Reykjanesi og í uppnámi vegna jarðhræringa. Það þurfi að horfa betur um allt land. „Þetta hljómar allt eins og konfekt í mínum eyrum,“ segir Jón við þessu. Spurðir um aðra kosti segir Jón að það sé mikilvægt að skoða allt sem í boði er. Það séu tækifæri í vindi og sól en það séu ekki endilega stóru lausnirnar í orkumálum Íslendinga. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að ofan.
Orkuskipti Orkumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. 30. apríl 2024 13:21 Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. 24. apríl 2024 22:03 Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. 30. apríl 2024 13:21
Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. 24. apríl 2024 22:03
Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43
Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46