Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 10:41 Vladimír Pútín þegar hann mætti á innsetningarathöfn sína í morgun. AP/Sergei Bobylev Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Pútín hlaut yfirburðarsigur í mjög svo umdeildum kosningum sem haldnar voru í mars. Hann var svo gott sem einn í framboði þar sem flestir mögulegir andstæðingar hans eru dánir, í fangelsi eða í útlegð. Hann hefur á undanförnum árum losað sig við pólitíska andstæðinga sína og fært gífurlegt vald á eigin hendur. Nánast allt andóf hefur verið brotið á bak aftur í Rússlandi. Enginn leiðtogi Rússlands hefur setið lengur við völd, nema Jósef Stalín. Pútín tók við völdum í Rússlandi af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999, fyrst sem starfandi forseti þegar Jeltsín sagði óvænt af sér. Pútín hefur verið við völd síðan en frá 2008 til 2012 varð hann forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev, forsætisráðherra hans, varð forseti. Putin watches the presidential regiment on parade through a flurry of wet snow pic.twitter.com/O9bYBnqTXH— max seddon (@maxseddon) May 7, 2024 Þetta þurfti Pútín að gera þar sem stjórnarskrá Rússlands meinaði forseta að sitja lengur í embætti en tvö fjögurra ára kjörtímabil. Pútín varð þó aftur forseti árið 2012 og síðan þá hefur hann gert umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá landsins. Kjörtímabil forseta er orðið sex ár og gæti Pútín, sem er 71 árs gamall, í rauninni setið annað kjörtímabil þegar þessu líkur árið 2030. Í greininni hér að neðan má lesa ítarlega yfirferð yfir ævi Pútíns. Rússland er verulega einangrað á heimssviðinu um þessar mundir, vegna innrásarinnar í Úkraínu, og hefur ríkið verið beitt nokkuð umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Fá ríki á Vesturlöndum sendu erindreka á innsetningarathöfnina. Ísland er eitt þeirra sem sendi ekki fulltrúa á athöfnina, samkvæmt svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið í lágmarki frá síðasta sumri, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, tilkynnti að Rússum yrði gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins og sendiherrann færi aftur til Rússlands. Þá var sendiráði Íslands í Mosvku lokað. Frá athöfninni í morgun.AP/Artyom Geodakyan Miklar breytingar á rússnesku samfélagi Frá því innrásin hófst í febrúar 2022 hefur Pútín gert umfangsmiklar breytingar á rússnesku samfélagi. Lög sem meina fólki að tala illa um rússneska herinn hafa verið notuð til að brjóta öll mótmæli á bak aftur og fangelsa fólk fyrir mótmæli og andóf. Sjá einnig: Settur út af sakramentinu fyrir að stýra minningarstund um Navalní Hagkerfi Rússlands hefur verið breytt með innrásina í huga og snýr það að mestu leyti um framleiðslu hergagna og stríðsreksturinn. Þá hefur Pútín gert breytingar á menntakerfi Rússlands sem ætlað er að auka föðurlandsást, fordæmt vísindamenn sem svikara, gert rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hærra undir höfði og unnið að breytingum á hlutverki kvenna í rússnesku samfélagi. Sjá einnig: Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Höfuð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lýsti því yfir í morgun að guð sjálfur hefði komið Pútín í embætti og treyst honum fyrir stjórn Rússlands. Í greiningu Washington Post kemur fram að unnið sé að því í Rússlandi að undirbúa yngri kynslóðir í Rússlandi til að líta á Vesturlönd sem óvin Rússlands í baráttu um tilvist ríkisins. Alexander Zaldostanov, leiðtogi mótorhjólahópsins Næturúlfarnir, var gestur Pútíns á athöfninni í morgun.AP/Alexander Nemenov Pútín er sagður vilja endurreisa Rússland sem ofurveldi á grunni rétttrúnaðarkirkjunnar. Rússland eigi að berjast fyrir gildum kirkjunnar og gegn gildum sem talin eru vestræn. Með þetta í huga hefur dómskerfinu verið beitt gegn eigendum klúbba og til að stöðva samkvæmi. Listamenn og aðrir áhrifavaldar hafa verið beittir miklum þrýstingi. Grannt fylgst með varnarmálaráðuneytinu Í ræðu sinni í morgun hét Pútín því að verja réttindi og frelsi Rússa auk þess að verja fullveldi og sjálfstæði ríkisins. Sérfræðingar segja mögulegt að nú þegar nýtt kjörtímabil er hafið ætli Pútín að hækka skatta til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu og fara í frekari herkvaðningu. Ríkisstjórn Rússlands sagði af sér í morgun, eins og almennt er gert við upphafi nýs kjörtímabils en Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, segir mögulegt að forsetinn muni skipa nýjan forsætisráðherra strax í dag, þó hann hafi tvær vikur til þess. Bandaríski leikarinn Steven Seagal, sem hefur búið í Rússlandi um árabil, sótti einnig athöfnina.AP/Alexander Nemenov Í ræðunni sagði Pútín að eingöngu þeir sem hefðu sannað hollustu sína við föðurlandið myndu taka embætti í nýrri ríkisstjórn. Grannt er fylgst með varnarmálaráðuneytinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hefur verið undir miklum þrýstingi vegna þess hvernig hann hefur haldið á spöðunum varðandi stríðið í Úkraínu. Aðstoðarráðherra hans og náinn bandamaður, Timur Ivanov, var í síðasta mánuði ákærður fyrir mútuþægni. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reiðir yfir ummælum Macrons og halda æfingar með kjarnorkuvopn Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu. 6. maí 2024 11:44 Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. 6. maí 2024 09:54 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Pútín hlaut yfirburðarsigur í mjög svo umdeildum kosningum sem haldnar voru í mars. Hann var svo gott sem einn í framboði þar sem flestir mögulegir andstæðingar hans eru dánir, í fangelsi eða í útlegð. Hann hefur á undanförnum árum losað sig við pólitíska andstæðinga sína og fært gífurlegt vald á eigin hendur. Nánast allt andóf hefur verið brotið á bak aftur í Rússlandi. Enginn leiðtogi Rússlands hefur setið lengur við völd, nema Jósef Stalín. Pútín tók við völdum í Rússlandi af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999, fyrst sem starfandi forseti þegar Jeltsín sagði óvænt af sér. Pútín hefur verið við völd síðan en frá 2008 til 2012 varð hann forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev, forsætisráðherra hans, varð forseti. Putin watches the presidential regiment on parade through a flurry of wet snow pic.twitter.com/O9bYBnqTXH— max seddon (@maxseddon) May 7, 2024 Þetta þurfti Pútín að gera þar sem stjórnarskrá Rússlands meinaði forseta að sitja lengur í embætti en tvö fjögurra ára kjörtímabil. Pútín varð þó aftur forseti árið 2012 og síðan þá hefur hann gert umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá landsins. Kjörtímabil forseta er orðið sex ár og gæti Pútín, sem er 71 árs gamall, í rauninni setið annað kjörtímabil þegar þessu líkur árið 2030. Í greininni hér að neðan má lesa ítarlega yfirferð yfir ævi Pútíns. Rússland er verulega einangrað á heimssviðinu um þessar mundir, vegna innrásarinnar í Úkraínu, og hefur ríkið verið beitt nokkuð umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Fá ríki á Vesturlöndum sendu erindreka á innsetningarathöfnina. Ísland er eitt þeirra sem sendi ekki fulltrúa á athöfnina, samkvæmt svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu. Sjá einnig: Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu Samskipti Íslands og Rússlands hafa verið í lágmarki frá síðasta sumri, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, tilkynnti að Rússum yrði gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins og sendiherrann færi aftur til Rússlands. Þá var sendiráði Íslands í Mosvku lokað. Frá athöfninni í morgun.AP/Artyom Geodakyan Miklar breytingar á rússnesku samfélagi Frá því innrásin hófst í febrúar 2022 hefur Pútín gert umfangsmiklar breytingar á rússnesku samfélagi. Lög sem meina fólki að tala illa um rússneska herinn hafa verið notuð til að brjóta öll mótmæli á bak aftur og fangelsa fólk fyrir mótmæli og andóf. Sjá einnig: Settur út af sakramentinu fyrir að stýra minningarstund um Navalní Hagkerfi Rússlands hefur verið breytt með innrásina í huga og snýr það að mestu leyti um framleiðslu hergagna og stríðsreksturinn. Þá hefur Pútín gert breytingar á menntakerfi Rússlands sem ætlað er að auka föðurlandsást, fordæmt vísindamenn sem svikara, gert rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hærra undir höfði og unnið að breytingum á hlutverki kvenna í rússnesku samfélagi. Sjá einnig: Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Höfuð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lýsti því yfir í morgun að guð sjálfur hefði komið Pútín í embætti og treyst honum fyrir stjórn Rússlands. Í greiningu Washington Post kemur fram að unnið sé að því í Rússlandi að undirbúa yngri kynslóðir í Rússlandi til að líta á Vesturlönd sem óvin Rússlands í baráttu um tilvist ríkisins. Alexander Zaldostanov, leiðtogi mótorhjólahópsins Næturúlfarnir, var gestur Pútíns á athöfninni í morgun.AP/Alexander Nemenov Pútín er sagður vilja endurreisa Rússland sem ofurveldi á grunni rétttrúnaðarkirkjunnar. Rússland eigi að berjast fyrir gildum kirkjunnar og gegn gildum sem talin eru vestræn. Með þetta í huga hefur dómskerfinu verið beitt gegn eigendum klúbba og til að stöðva samkvæmi. Listamenn og aðrir áhrifavaldar hafa verið beittir miklum þrýstingi. Grannt fylgst með varnarmálaráðuneytinu Í ræðu sinni í morgun hét Pútín því að verja réttindi og frelsi Rússa auk þess að verja fullveldi og sjálfstæði ríkisins. Sérfræðingar segja mögulegt að nú þegar nýtt kjörtímabil er hafið ætli Pútín að hækka skatta til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu og fara í frekari herkvaðningu. Ríkisstjórn Rússlands sagði af sér í morgun, eins og almennt er gert við upphafi nýs kjörtímabils en Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, segir mögulegt að forsetinn muni skipa nýjan forsætisráðherra strax í dag, þó hann hafi tvær vikur til þess. Bandaríski leikarinn Steven Seagal, sem hefur búið í Rússlandi um árabil, sótti einnig athöfnina.AP/Alexander Nemenov Í ræðunni sagði Pútín að eingöngu þeir sem hefðu sannað hollustu sína við föðurlandið myndu taka embætti í nýrri ríkisstjórn. Grannt er fylgst með varnarmálaráðuneytinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hefur verið undir miklum þrýstingi vegna þess hvernig hann hefur haldið á spöðunum varðandi stríðið í Úkraínu. Aðstoðarráðherra hans og náinn bandamaður, Timur Ivanov, var í síðasta mánuði ákærður fyrir mútuþægni.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reiðir yfir ummælum Macrons og halda æfingar með kjarnorkuvopn Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu. 6. maí 2024 11:44 Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. 6. maí 2024 09:54 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Reiðir yfir ummælum Macrons og halda æfingar með kjarnorkuvopn Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu. 6. maí 2024 11:44
Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. 6. maí 2024 09:54
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57