„Skítkastið var ógeðslegt“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 11:22 Vigdís Hauksdóttir stóð í ströngu meðan hún starfaði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún var kærð fyrir einelti gegn starfsmönnum, hún barðist eins og ljón í braggamálinu svokallaða en ekkert jafnaðist þó á við bensínstöðvalóðamálið. Hún hrósar nú sigri, loksins. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. „Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“ Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
„Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“
Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37
Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24