Einn talsmanna pólskra yfirvalda sagði á samfélagsmiðlum í morgun að hlerunarbúnaðurinn hafi verið tekinn í sundur þegar hann fannst. Þá sé málið enn í rannsókn.
DW hefur eftir þessum sama talsmanni, sem var í viðtali við pólskan miðil, að hlerunarbúnaðurinn hafi bæði geta tekið upp hljóð og myndefni. Erfitt sé að segja til um hvort hann hafi verið þarna um árabil eða honum hafi verið komið fyrir nýlega.
Pólland hefur verið mikilvægur viðkomustaður hergagnasendinga Vesturlanda til Úkraínu og þar að auki hafa Pólverjar staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum. Samhliða þessu hafa ráðamenn í Póllandi aukið viðbúnað vegna mögulegra njósna.
Þá kom í ljós í gær að pólskur dómari sem hefur verið sakaður um njósnir fyrir Rússa flúði til Belarús og bað þar um hæli. Nokkur önnur njósnamál sem tengjast Rússlandi hafa litið dagsins ljós í Póllandi á undanförnum mánuðum.